Færsluflokkur: Dægurmál

Enginn látinn í umferðinni í ár

enginnÉg einn af þeim sem ferðast yfir Hellisheiðina daglega vegna vinnu minnar. Við keyrum m.a. framhjá meðfylgjandi mannvirki. Á síðasta ári var mjög dapurt að fylgjst með hve tala látinna hækkaði ört og  endaði í tölunni 30. Maður hugsaði til þeirra sem um sárt áttu að binda eftir þessar hörmulgu slys. Nú eru liðnir 2 mánuðir af þessu ári og blessunarlega hefur enginn látist enn, en þó er alltaf viss kvíði þegar við komum að skiltinu. Við heyrum daglega fréttir af slysum og oft hefur farið betur en áhorfðist. Daglega verður maður vitni að ógætilegum akstri. Hraðakstur er algengur, hættulegur framúrakstur sömu leiðis, bílstjórar uppteknir af samtölum í síma og fleira. Ég vona að ekki þurfi að breyta áletruninni á skiltinu í bráð.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband