Á að færa fyrri eigendum bankanna þá fyrir slikk?

Í Fréttablaðinu í dag og á visir.is er frétt um þá málaleitan lífeyrirssjóðanna að kaupa 51% hlut í Kaupþingi. Það fylgdi með í fréttinni að þeir Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson væru orðaðir við hin 49%. Sjá þessa frétt á slóðinni:

http://www.visir.is/article/20081018/VIDSKIPTI06/545547431/-1

Það er ekkert athugavert við að lífeyrissjóðirnir komi að uppbyggingu bankakerfisins á ný. Þá verða bankarnir í almanna eigu og hagsmunir almennings verða hátt vegnir í starfsemi þeirra. Hitt finnst mér undarlegra að fyrrum eigendur Kaupþings skuli svo fljótt orðaðir við kaup á bankanum. Sigurður var sjórnarformaður og ber því mikla ábyrgð á rekstri hans. Aðkoma hans að starfsemi bankans verður því vera tekin út og rannsökuð áður en hann fær svo mikið sem stigið fæti inn fyrir hans dyr. Siguður hefur notið ofurlauna og kaupréttarsamninga sem hann hefur samið við sjálfan sig um sem stjórnarformaður fyrirtækisins.

Ólafur Ólafsson fékk Búnaðarbankann fyrir smápening fyrir um 5 árum síðan. Hann hefur verið einn aðaleigandi Kaupþings og hlýtur einnig að bera talsverða ábyrgð á rekstri bankans. Hanns aðkoma hlýtur því að þarfnast rannsóknar áður en hann kemur til greina sem eigandi hans á ný.

Óneitanlega virðist samkvæmt þessari frétt verið að leggja grunn að skiptingu bankanna á ný milli stjórnmálaflokka. Framsókn fær Kaupþing, Sjálfstæðisflokkur Landsbankann og Samfylking Glitni. Plottið fullkomnað og allir halda sínu.

Eða hvað??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband