Ónákvæmni Ragnars Hall

Í kvöld var Ragnar H Hall hæstaréttarlögmaður í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2. Hann var fenginn til að gagnrýna ný lög frá Alþingi um fjármálafyrirtæki. Lögin fela m.a. í sér að ekki er unnt að höfða mál gegn þeim meðan á greiðslustöðvun stendur. Ragnar átaldi þingmenn í heild sinni að hafa samþykkt þessi lög og taldi þá hafa brotið stjórnarskrá. Þarna fór Ragnar ekki rétt með og fréttamaðurinn hefði einnig mátt kynna sér málið betur. Þá hefði hann getað leiðrétt rangfærslu Ragnars. (Voru ekki fréttamiðlar skammaðir hressilega á NASA í gærkvöld fyrir að fara ekki rétt með mál).

En þingflokkur Vinstri Grænna greiddi atkvæði gegn þessu frumvarpi, með hliðstæðum rökum og Ragnar hélt fram í kvöld. Hann hafði greinilega lesið nefndarálit Atla Gíslasonar þingmanns VG, en ekki viljað láta hann njóta þess.

 Nefndarálitið er hér: 

http://www.althingi.is/altext/136/s/0177.html

og atkvæðagreiðslan er hér:

http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=39699

Þar geta menn séð hvaða þingmenn voru reiðubúnir að brjóta stjórnarskrá að mati Ragnars.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband