Ekki er vitað um þykkt íssins!

Í fréttinni segir að ekki sé vitað um þykkt íssins. Þessi aukna ísmyndun
getur stafað af meiri ferskvatnsáhrifum vegna bráðnunar jökla. Eftir
því sem sjórinn er seltuminni því eðlisléttari verður hann og frýs við
hærra hitastig (ferskvatn frýs við 0°C og fullsaltur sjór við um
-1,8°C).  Ferskvatn er þar að auki eðlisþyngst við +4°C, en sjór er
hefur mestan eðlismassa við frostmark. Þess vegna frjósa ferskvötn í
vægu frosti, en úthöfin frjósa seint því kaldi sjórinn sekkur undir
hlýrri sjó. Seltulítill sjór flýtur ofan á saltari sjó og frýs. Því
getur hlýnunin leitt til meiri ferskvatnsáhrifa í norðurhöfum og þannig
valdið meiri útbreiðslu íss, þrátt fyrir hlýrra veður.
mbl.is Hafís eykst á norðurslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband