5.4.2007 | 21:10
Eru Ómar og Margrét að tryggja áframhaldandi völd stóriðjuflokkanna?
Niðurstöður síðustu skoðunarkönnunar Carpacet benda til þess að tilkoma framboðs Ómars og Margrétar sé að tryggja áframhaldandi völd Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Eins og staðan er nú hafa þau ekki nægt fylgi til að ná kjörnum fulltrúum. Þau geta hins vega tryggt að næsta stjórn verði mynduð með minni hluta atkvæða.
Framboðið var sett til höfuðs Sjálfstæðisflokknum, en það er eini flokkurinn sem virðist hagnast á framboði Ómars og Margrétar. Sjálfstæðisflokkurinn fitnar eins og púkinn á fjósbitanum við þetta brölt.
Kosningarnar í vor snúast að verulegu leyti um áframhald stóriðjustefnunnar og stórvirkjana með tilheyrandi náttúruspjöllum. Eftir kosningarnar í Hafnarfirði um síðustu helgi, kom í ljós mörg og mikil áform í þessa átt. Ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna kepptust við að hamra á frekari stóriðju og virkjunum. Þeir ætluðu sko ekki að taka mark á vilja kjósenda og ætla að finna allar leiðir til að víkja fram hjá þeim.
Nú í kvöld kom svo í ljós að í sömu könnun vilja um 60% kjósenda að staldrað verði við og stóriðjumálin tekin til endurskoðunar.
Á þessi vilji að endurspeglast á Alþingi, eða munu Ómar og Margrét koma í veg fyrir það. Það yrði sorgleg niðurstaða.
Athugasemdir
Því miður var þetta frekar fyrirsjáanlegt. Sjálfstæðisflokkurinn er eins og sértrúarsöfnuður - fólk er fast þar fyrir. Ný framboð stela bara frá öðrum flokkum og skila í raun engu af háleitum markmiðum. Þetta er rétt hugmynd en á röngum tíma
Svava S. Steinars, 12.4.2007 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.