12.4.2007 | 22:01
Hvað þýðir frestun?
Ég vil fagna því að sveitarstjórn Skagafjarðar skuli hafa frestað að setja virkjanirnar inn í aðalskipulagstillöguna.
Það vekur hins vegar athygli að það er fyrirhugað að endurhanna þessar virkjanir. Það má því alveg ljóst vera að þessi frestun er aðeins ætlað að vara fram yfir kosningarnar í vor. Í kosningabaráttunni framundan er öllum orðið ljóst að virkjanahugmyndir eru léleg söluvara.
Það er alveg ljóst að virkjanahugmyndir í Jökulsám Skagafjarðar eru því miður enn ljóslifandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.