Nokkrir athyglisverðir punktar af Landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Það er alltaf athyglisvert að fylgjast með fréttaflutningi af landsfundum stjórnmálaflokkana. Að sjálfsögðu sperrir maður bæði augu og eyru þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar.

Það verkur athygli að Davíð Oddsson mun ekki hafa verið á fundinum. Kannske er hann alveg hættur afskiptum af pólitík. Eða er hann í hörðum slag sem Seðlabankastjóri við að slást við efnahagstefnu síns gamla flokks.

Myndin sem birtist bak við Geir á forsíðu Morgunblaðsins á föstudaginn 13. apríl af af mjög áþekku landslagi og hann og félagar ákváðu að sökkva við Kárahnjúka. Þeir kölluðu það einskis nýtt urð og grjót. Þetta lítur út eins og mærð í hátíðarræðu, sem engin meining er bak við.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að stofna nýja þjóðgarða. Bíðum við, voru það ekki þeir sem aflýstu friðlýsingu Kringilsárrana og eyðilögðu þar með eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði á landinu. Er hægt að taka mark á svona loforðum. Hér er vert að minna á að Kárahnjúkavirkjun féll í umhverfismati en var þröngvað í gegn af ríkisstjórninni. Þar báru sjálfstæðismenn a.m.k. jafn mikla ábyrgð og framsóknarmenn.

Það vakti líka athygli þegar einhverjir landsfundarfulltrúar sem voru í viðtali í morgunútvarpi Rásar 1 voru að dáðst að því hve vel þingmenn hefðu unnið fyrir Flokkinn. Lögð var sérstök áhersla á að þeir væru starfsmenn Flokksins. Ég hélt að þingmenn ynnu fyrir þjóðina?

Og nú í kvöldfréttum ríkisútvarpsins stóð hæst að landsfundurinn hafði samþykkt ályktun í þá veru að leyfa bæri sölu víns og bjórs í matvöruverslunum. Einnig var í ályktuninni lögð sérstök áhersla á að færa áfengiskaupaaldur niður í 18 ár. Það er einkennilegt að þetta baráttumál stóð upp úr að loknum landsfundi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband