8.5.2007 | 23:42
Feluleikur Sjálfstæðisflokks
Það hefur vakið athygli mína í yfirstandandi kosningabaráttu hvernig Sjálfstæðisflokkurinn er að fela óþægileg stefnumál sín. Hann afneitar einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Hann afneitar stóriðjustefnu sinni. Hann afneitar að stefnt er að virkjunum sem víðast. Hann afneitar biðlistum á sjúkrastofnunum. Allt tal um kaupmáttaraukningu eru orðum aukið, það ættu flestir að finna á eigin pyngju. Þetta er mjög merkilegt í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur á stjórnartíma hans. Nei nú á að slá ryki í augu kjósenda og fela þetta allt fram yfir kosningar.
Það hefur einnig vakið sérstaka athygli mína að Sjálfstæðisflokkurinn felur óþægilega frambjóðendur sína. Þannig er það alla vega á Suðurlandi þar sem nafnarnir í fyrsta og öðru sæti listans geta ekki ferðast saman a.m.k. komu þeir sinn í hvoru lagi á minn vinnustað. Sá sem er í fyrsta sæti dreifði pésa sem prýddur var forsíðumynd af honum og kvenkyns frambjóðendum neðarlega á listanum. frambjóðendur í öðru og þriðja sæti eru greinilega settir til hliðar.
Já þetta er merkilegur skollaleikur.
Athugasemdir
Já, svona er lífið, nema því verði breytt!
Sigurður Sigurðsson, 8.5.2007 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.