Lífefnaelsneyti getur skaðað meira en hjálpað

Á vefsíðu Reuters birtist eftirfarandi grein 11. september 2007 eftir Sybille de La Hamaide

http://www.reuters.com/article/environmentNews/idUSL1187947920070911  

 Greinin heitir "Biofuels may harm more than help" eða "lífefnaeldsneyti getur skaðað meira en hjálpað. Hér birtist lausleg þýðing þessarar greinar.

PARIS (Reuters) - Lífefnaeldsneyti, er ætlað að minnka orkuþörf, auka landbúnaðarframleiðslu og aðstoða í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. En getur í raun verið skaðlegt umhverfinu og hækkað matvælaverð, samkvæmt niðurstöðum athuganar sem birt var sl. þriðjudag

Í skýrslu um áhrif lífefnaeldsneytis hefur OECD gefið út það álit að lífefnaeldsneyti geti "boðið upp á lækningu sem er verri en sjúkdómurinn sem henni er ætlað að lækna".

OECD sagði enn fremur að "Sú áhersla sem lögð er á aukningu í notkun lífefnaeldsneytis er að mynda ósjálfbæra spennu sem getur truflað markaði ánþess að hafa nein jákvæð umhverfisáhrif"

"Þegar tekið er með í reikninginn atriði eins og súrnun jarðvegs, áburðarnotkun, minnkun líffræðilegs fjölbreytileika og eiturverkanna vegna plágueyða, geta umhverfisáhrif etanóls og biodísels hæglega orðið jafn mikil og af bensíni og jarðolíu.

Af þessum sökum eru ríkisstjórnir hvattar til að draga úr stuðningi til þessa málaflokks en í staðinn hvetja til rannsókna á tækni sem keppir síður um landnýtingu til fæðuframleiðslu.

OECD hefur einnig bent ríkisstjórnum á að þær ættu að hvetja til annarra aðferða til að framleiða lífefnaeldsneyti og kanna möguleika á að koma þeim í framkvæmd.

OECD sagði einnig að skattahvetjandi ákvæði, sem sett eru víða m.a. í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum, til að örva framleiðslu lífefnaeldsneytis gætu beint sjónum frá öðrum möguleikum.

Stefnan hvað varðar lífefnaeldsneyti getur verið auðveld leið til að styrkja landbúnað gegn niðurskuðartillögum í alþjóðasamningum, sem m.a. fela í sér aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarafurðir.

Í stað þess á að hvetja meðlimi Alþóða Viðskiptastofnunarinnar (WTO) til að minnka verslunarhindranir á lífefnaeldsneyti frá þróunarlöndum, sem hafa hagstæðari vaxtarmöguleika og loftslag, til að framleiða lífmassa.

OECD hvetur einnig ríkisstjórnir til orkusparnaðar í flutningum og ferðalögum frekar en að hvetja til framleiðslu á svokallaðri "grænni" orku.

Hver sá líter af bensíni eða hráolíu sem sparast vegna þess að fólk gengur eða hjólar í stað þess að ræsa bílvélar, kostar mun minna fyrir efnahagskerfið en að styrkja óhagstæða nýja orkuöflun, segir OECD.

Lífefnaeldsneyti sem er unnið úr korni, olíufræjum eða sykri, hefur reynst vera ábyrgt fyrir  nýlegri ólgu í verðlagningu bújarða auk annarra þátta eins og lakari afrakstri og þrengri fjárhag.

Í júlí sendi OECD frá sér það álit að það teldi að á næsta áratug muni verð á lífenfaeldsneyti haldast hátt og leiða til óumflýjanlegarar umræðu um val milli fæðu- eða eldsneytisframleiðslu. 

OECD lýkur skýrslu sinni með því að segja að "sérhver landskiki sem tekinn verði úr fæðu eða fóðurframleiðslu til framleiðslu á lífefnaeldsneyti mun hafa áhrif á veðlag matvæla, þar sem þau keppa um sömu auðlindir.

Sjá einnig aðra grein hér:

http://www.ft.com/cms/s/0/e780d216-5fd5-11dc-b0fe-0000779fd2ac.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband