18.9.2007 | 22:30
Rausnarskapur við HR eða....
Það vakti talsverða athygli þegar Róbert Wessman færði Háskólanum í Reykjavík veglega gjöf, að sögn úr eigin vasa. Án efa munu þessir fjármunir nýtast skólanum vel. En er allt sem sýnist?
Í mínum huga eiga háskólar að vera fjárhagslega sjálfstæðir. Þeir mega ekki vera háðir fyrirtækjum eða öðrum stofnunum. Þeir eiga að geta stundað rannsóknir og gefið frá sér álit óháð hagsmunum annarra. Yfirleitt er borið meira traust til rannsókna sem unnar eru fyrir opinbert fé. Fyrirtæki sem kosta rannsóknir vilja gefa sér niðurstöður fyrirfram og þeir sem slíkar rannsóknir stunda finna fyrir þrýstningnum og hneigjast til að hagræða niðurstöðum viljandi eða óviljandi.
Í þessu sambandi eðlilegt að varpa fram þeirri spurningu hvort Háskólinn í Reykjavík geti gefið óháð álit um eitthvað sem tengist Actavis.
Athugasemdir
Sammála það hlýtur að orka tvímælis hvort svo sé,án þess þó að gefa mér að það hangi á spýtunni.En hvað veit maður?
Ari G
Ari Guðmar Hallgrímsson, 18.9.2007 kl. 22:55
Líka sammála og vil bæta við mér finnst alltof lítið talað um stöðu háskólamanna skyldur þeirra og hlutverk í samfélaginu.
María Kristjánsdóttir, 18.9.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.