Frábær Svandís

Borhola á HellisheiðiMálflutningur Svandísar Svavarsdóttur í fjölmiðlum í dag, vegna sameiningar Geysir Green Energy og Reykjavik Energy Invest, er hreint út frábær. Hún hefur flutt mál sitt að skörungsskap og rökfestu. Það er undarlegt skjól sem borgarstjóri hleypur í að vitna í misvitran hæstaréttarlögmann, sem fenginn var utan úr bæ til að stjórna fundinum, um lögmæti fundarins. Ákvæði um boðunartíma funda er það skýrt að það þarf ekki hæstaréttarlögmenn til að túlka það. Alltaf þegar gripið er í slíkar röksemdir, má reikna með að óhreint mjöl sé í pokahorninu. Þarna varð að vinna hratt til að hugsanlegir andstæðingar gerningsins næðu ekki vopnum sínum. Það liggur mikið við í þessari einkavinavæðingu sem þarna á að eiga sér stað. Hér var gefinn skítur í alla eðlilega stjórnsýslu.

Afstaða Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna þarf ekki að koma á óvart, enda eru það þeirra vinir sem eru að græða vel á greiðanum. Framlag Samfylkingar í málinu er hins vegar alger ráðgáta, dæmigerð með og á móti í sömu setningu.

Eftir þennan dag hefur Svandís staðfest enn og aftur hæfni sína sem stjórnmálamaður í fremstu röð. Áfram Svandís!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband