7.10.2007 | 22:53
Vék sr. Anna Sigríður Pálsdóttir fyrir Bjarna Ármannssyni??
Í kvöld var á dagskrá viðtalsþáttur Evu Maríu í Ríkissjónvarpinu. Á vef RÚV (ruv.is) var kynnt í dagskrá að sr. Anna Sigríður Pálsdóttir yrði viðmælandi Evu. Sr. Anna er nýskipuð í embætti Dómkirkjuprests og því verðugur gestur í þættinum. Það vakti því furðu mína að sjá Bjarna Ármannsson mættan í þáttinn í stað sr. Önnu. Til öryggis athugaði ég dagskrákynninguna á ruv.is áður en ég sló þessa færslu inn og mikið rétt sr. Anna var enn kynnt sem gestur þrátt fyrir að þættinum hafi lokið fyrir tveim tímum síðan.
Hvað veldur því að sjónvarpið breytir um gesti í þáttum sínum á síðustu stundu. Bjarni hefur verið mjög umdeildur síðustu daga vegna hlutafjárkaupa í Reykjavik Energy Invest (REI). Hann hefur kvartað undan umfjölluninni um sig, sem eðlilega hefur verið mjög óvægin bæði í hans garð og annarra ráðamanna REI. Í Silfri Egils í dag hneyksluðust allir viðmælendur (Össur, Valgerður, Þorgerður Katrín og Ögmundur) á þessu ráðslagi og voru sammála um að þarna hefðu menn farið langt fram úr sér.
Því er engin furða að Bjarni hafi viljað hreinsa blettinn af flibbanum, en hann skal ekki halda að huggulegt viðtal við Evu Maríu geri það. Eftir stendur, hvers vegna breytti Eva um viðmælanda á síðustu stundu??
Sjá nánar á http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/live/
Athugasemdir
Góðar spurningar. Þetta kallast "damage control". Bjarni er greinilega með rétta kontakta innan RUV.
Magnús Þór Hafsteinsson, 7.10.2007 kl. 23:06
Ég hefði átt að lesa aðra bloggara áðuren ég henti minni færslu inn í morgun, maður er alltaf að flýta sér - (það vantar annars efnisorð á mbl.bloggið svo fljótt sé hægt að fá upp þá sem eru að skrifa um það sama og maður sjálfur) - þá hefði ég vísað í þitt góða blogg.
María Kristjánsdóttir, 8.10.2007 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.