Helmingaskipti íhalds og framsóknar enn í gangi

Borgarstjórnarsápan heldur áfram. Það er kristaltært að þetta er aðeins byrjunin á helmigaskiptum eignarhluta íhalds og framsóknar í orkugeiranum. Það er ekki gleymt hvernig þessir flokkar skiptu í bróðerni með sér bönkum landsins og fleiri eigum þjóðarinnar. Fyrst voru fyrirtækin hlutafjárvædd og síðan seld. Nú eru það orkufyrirtækin og orkuauðlindir þjóðarinnar sem eru tekin til skipta. Byrjað er á Hitaveitu Suðurnesja, þar sem hið undarlega fyrirtæki "Geysir Green Energy" er komið með puttana. Forkálfar þess fyrirtækis eru úr þessum tveim flokkum. Því skal greidd gatan inn í önnur orkufyrirtæki í landinu og byrjað á Orkuveitu Reykjavíkur.

Það verkur óþægilega athygli hve frammámenn í Sjálfstæðisflokknum neita harðlega öllum áformum um einkavæðingu orkufyrirtækjanna. Það gerðu flokkssystkin þeirra þegar bankarnir og síminn voru hlutafjárvædd á sínum tíma. Það liðu ekki margir mánuðir uns þessi fyrirtæki voru einkavædd.

Fyrir skeleggan málflutning Svandísar Svavarsdóttur og fleiri úr röðum Vinstri Grænna hefur málið aðeins hrokkið til baka. Samfylkingin er því miður út og suður í málflutningi sínum og situr uppi með að hafa samþykkt sameiningu GGE og REI í stjórn Orkuveitunnar og þar með lagt blessun sína yfir ósómann. Málflutningur foringja meirihlutaflokkana í Reykjavík er með þeim endemum að ekki er unnt trúa þeim. Allra síst eftir upplýsingar frekari forkaupsréttarákvæði sem stjórn REI hafði samþykkt, eins og fram kom í Kastljósinu í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband