Hvítir Sjálfstæðisenglar

Það hefur verið kostulegt að hlusta á málflutning sjálfstæðismanna síðustu daga. Ekki voru óskir forsætisráðherra góðar, en hann sagði þetta samstarf "fæli dauðann í sér". Spurning hvort eitt æðsta embætti þjóðarinnar megi láta svona orðbragð frá sér fara.

Hanna Birna sagði á blaðamannafundinum við heimili Vilhjálms "að það væri auðvelt að leysa málið, Björn Ingi þyrfti bara samþykkja það sem þau vildu". Samstarf sem byggist á módelinu 7+1 eins og borgarstjórnarmeirihlutinn var getur ekki verið annað en erfitt. Sérstaklega þegar þessi meirihluti hafði ekki meirihluta atkvæða borgarbúa á bak við sig og þessi eini rétt skreið inn í borgarstjórn.

Sjálfstæðismenn hafa fyllstHPIM2407 gífurlegri reiði og látið ýmislegt flakka um Björn Inga og aðra framsóknarmenn. Sakað þá um spillingu og siðleysi, kastað grjóti úr glerhúsum. Þessi ummæli hafa bæði komið frá borgarfulltrúum, alþingismönnum og ýmsum bloggurum. Hér er rétt að benda þessu ágæta fólki á ýmislegt varðandi spillingu framsóknarmanna. Það  gleymist í umræðunni í hverra skjóli þessi spilling þreifst. Með hverjum starfaði Björn Ingi í borgarstjórn? Í hverra skjóli gat hann unnið að sínum spilltu áhugamálum? Í hverra skjóli gat hann gert feita kaupréttarsamninga við vini sína?

Ekki má gleyma að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur störfuðu saman í ríkisstjórn í 12 ár. Á þessum 12 árum voru margar ábatasamar ríkiseigur seldar til einkavina innan þessara flokka. Þannig fengu framsóknarmenn Búnaðarbankann á silfurfati frá þáverandi fjármálaráðherra, Geir Haarde. Þessir sömu framsóknarmenn eru stórleikarar í Orkuveitusápunni. Þannig hafa þessir flokkar vélað með eigur almennings í allt of langan tíma. Atburðarrás síðustu daga í borgarstjórn stöðvar vonandi um sinn hjól einkavæðingar orkuauðlinda landsins.

Tjónið er nóg samt, eða hver á Hitaveitu Suðurnesja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband