16.10.2007 | 21:45
Er ROUNDUP (glyfosfat) skaðlaust efni?
Roundup eða glyfosfat hefur verið eitt algengasta plöntueitrið á markaðnum. Það hefur verið talið skaðlaust mönnum og dýrum og brotnar hratt niður í jarðveginum, svo áhrif þess þynnast út á skömmum tíma. Hér er það selt í apótekum og verslunum sem selja garðyrkjuvörur. Það drepur allan gróður og er því vinsælt við að vinna á gróðri í gangstéttum, á stöðum þar sem ætlunin er að skipta um gróður, eða jafnvel til að drepa einstaka njóla.
Í grein í tímaritinu "Journal of pesticide reform" frá 2004 (vol 24 no 4) er grein um þetta glyfosfat þar sem varað er við þessu efni.
Í greininni kemur fram að úði af roundup getur valdið sviða í augum, sjóntruflunum, óþægindum í húð m.a. útbrotum og kláða, hnerra, eymslum í hálsi, astma og öðrum öndunartruflunum, höfuðverk, blóðnösum og svima.
Komið hefur fram við rannsóknir á rannsóknastofu að glyfosfat skaðaði erfðaefni í mannsfrumum, sama gerðist í rannsóknum á tilraunadýrum. Einnig er það talið auka líkur á krabbameini.
Fleiri heilsuvandamál hafa verið greind í tenglum við glyfosfat.
Hér er krækja á umrædda grein:
http://www.pesticide.org/glyphosate.pdf
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.