Njörður P Njarðvík alltaf góður

Ég vakna yfirleitt um kl. 8 á sunnudagsmorgnum. Mig langar oft til að sofa öng lengur, en nú opna ég útvarpið og hlusta á þáttinn hans Njarðar. Þetta er einstaklega ljúfur og áheyrilegur þáttur þar sem víða er komið við sögu. Þar er blandað saman ýmsum tilvitnunum, kveðskap, ljúfri tónlist og góðar athugsemdir og pælingar frá Nirði sjálfum. Í morgun fjallaði hann um vatn og rigningu. Þar minntist hann m.a. á að hann hefði hitt mann frá Sudan. Þegar sá Súdanski komst að að það ringdi mikið á Íslandi sagði hann "þið hljótið að vera hamingjusöm þjóð". Njörður fór einnig yfir kveðskap nokkurra skálda þar sem þau mærðu regnið. Þar er sannarlega þörf á að minna þjóðina á mikilvægi vatnsins og regnsins og að hún eigi að vera þakklát fyrir það. Það er undirstaða hamingju þjóðarinnar.

Það er því mjög notalegt að kúra áfram í rúmminu, slaka á og hlusta á þennan þátt. Þakka þér fyrir Njörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband