22.1.2008 | 22:05
Farsinn í Reykjavík
Maður hefur fylgst með af forundran þeirri atburðarrás sem gerðist í höfuðborginni okkar í gær. Það er með ólíkindum hve reiðubúnir menn eru að stinga hvern annan í bakið til að komast til metorða. Ætli hnífar séu ekki uppseldir í Reykjavík.
Eftir nöturlega útreið í haust þar sem borgarfulltrúar íhaldsins stungu foringja sinn í bakið og klúðruðu til allrar hamingju meirihlutasamstarfinu við Framsókn, hafa þeir sleikt sár sín. Blóðbragðið hefur fyllt þá hermdarþorsta. Þeir voru til í að leggja allt í sölurnar til að hrifsa völdin aftur. Þeir vissu sem er að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Því þurfti að einangra hann og finna veikleika hans. Jú að vera borgarstjóri í eitt ár var það agn sem hreif. Svona vinna menn ekki.
Útbúinn var listi með almennri stefnuskrá. Og allir voru ánægðir eða hvað.
Eftir viðbrögðum almennings sem spurt var álits á framvindunni eru hvorki húrrahróp nér önnur fagnaðarlæti yfir þessum tíðindum. Fólk hugsar með hrolli til þess að Villi nær aftur völdum í borginni. Það var svo sem enginn gleðisvipur á borgarfulltrúum íhaldsins í gær þegar þeir stóðu fyrir aftan þá Ólaf og Villa. Svipur þeirra og augnarráð var ósköp líkur þeim sem þau settu upp á blaðamannafundinum í haust fyrir utan heimili Villa. Já það var eins og þau væru öll með hnífasett í erminni tilbúin að stinga. Það er ekki útlit fyrir traust samstarf á þessum bæ.
Ég spái þessum meirihluta stuttu lífi og sá ágæti meirihluti sem nú er að fara frá verði endurvakinn áður en langt um líður. Þessi nýji mætir það miklilli andstöðu almennings og það er með hundshaus sem þessi meirihluti er settur fram. Hefnd getur verið sæt, en líka súr. Í þessu tilfelli verður hún súr.
Athugasemdir
Meiriháttar farsi, en ég skil ekki hvernig ætti að vekja fyrri meirihluta til lífsins, F-listinn er samtíningur sem enginn getur stofnað til samstarfs við nema vita nákvæmlega hvenær hver og einn af ca 6 efstu mönnum á lista þeirra forfallast næstu 27 mánuði
Erna Bjarnadóttir, 23.1.2008 kl. 10:17
Já þetta er svo sannarlega dapurt hjá þeim þarna i borginni. Ég get ekki séð að það verði mikið starfsöryggi þarna. Einræði er það sem mun verða þar sem Ólafur er einn með íhaldinu og samþykkir allt sem þeir segja, allt fyrir stólinn. Sorglegt.
Sædís Ósk Harðardóttir, 24.1.2008 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.