Í tilefni bankaráns í Lækjargötu

Molly MalloneMyndin hér til hliðar er af styttu af Molly Mallone, írskri þjóðsagnapersónu.

Fyrir aldarfjórðungi stundaði ég nám á Írlandi í bæ sem heitir Ballinrobe. Bærinn er vestarlega á Írlandi, með íbúafjölda 2 - 3 þúsund manns. Þar voru m.a. 3 bankaútibú. Á þeim tíma var IRA og fleiri skæruliðasamtök enn sterk. Á þeirra vegum voru rán mjög algeng. Bankar, pósthús og fleiri peningastofnanir voru rænd. Oftast voru þar vel vopnaðir menn að verki. Þessi óöld leiddi til þess að afgreiðsla þessara stofnana var skermuð af með skotheldu gleri. Afgreiðslan fór fram í gegn um hátalara og notuð var skífa til að koma viðskiptunum til skila. Peningar voru fluttir í brynvörðum bílum. Mennirnir voru gjarnan vopnaðir með hjálma og í skotheldum vestum.

Óneitanlega vonaðist ég til að ástandið yrði aldrei þannig á Íslandi. Það var allavega notalegt að koma heim og geta tekið í höndina á bankagjaldkeranum. Það var ekki oft sem minnst var á Ísland í írskum fjölmiðlum. Á þessu eina og hálfa ári komst það aðeins tvisvar í fréttir, en þá var framið bankarán í Landsbankaútibúinu á Laugarvegi. Það vakti talsverða athygli, því í fréttinni var sérstaklega tekið fram að þetta væri fyrsta vopnaða bankaránið í þessu friðsæla landi. Svo komst Ísland í fréttir þegar Írar möluðu landslið okkar 3 - 0 á Laugardalsvelli.

Nokkrum árum eftir að ég lauk náminu á Írlandi kom ég þangað aftur í heimsókn. Á rölti mínu um Ballinrobe um það leyti þegar bankastarfsfólk var að fara til vinnu sinnar, sá ég óeinkennisklædda lögreglumenn í bíl fyrir utan bankana. Lögreglumennirnir vor vel vopnaðir, með léttar hríðskotabyssur. Þetta var talsvert áfall, er ástandið virkilega svona að það þurfi vopnaða lögreglu til að verja starfsfólk bankanna á leið til vinnu sinnar.

Málið í dag upplýstist fljótt, svo vonandi verður ástandið ekki svo slæmt hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband