8.2.2008 | 18:18
Ef Svandís hefði ekki sagt stopp
Það er hollt fyrir alla sem eru að niðra Svandísi og aðra sem tóku slaginn í REI-málinu að rifja upp atburði haustsins.
Hvert var málið að stefna í byrjun október? Hver var það sem reif í stýrið áður en í endanlegt óefni var komið. Það var búið að samþykkja samruna REI og GGE. Það var gert í einum hvelli til að unnt væri að tilkynna milljarðagróða fyrir FL-group á einhverjum eigendafundi úti í London til að bjarga því fyrirtæki.
Með öðrum orðum einkaaðilar voru búnir að festa klær sínar í eignir almennings sjálfum sér til framdráttar. Það var gert með samþykki allra í stjórn OR nema Svandísar. Hennar framgangur setti málið í þann farveg að öll einkavæðing og brask með þessar almenningseigur er slegin út af borðinu. Átti t.d. Bjarni Ármannsson ekki að græða heilar 500 milljónir strax á braskinu? Áttu ekki fleiri starfsmenn OR og REI að fá kaupréttarsamninga á gjafakjörum?
Var ekki lausn sexmenninga sjálfstæðismanna í borgarstjórninni að selja bæri REI sem fyrst til svokallaðra fjárfesta á útsölu.
Það er skiljanlegt að fólk vilji sjá blóð renna, en það er ekki hlutverk þessa stýrihóps. Nú á títtnefndur Vilhjálmur að verða borgarstjóri eftir ár, vel verndaður af bakvarðarsveit sinni. Svandís og Dagur eru í minnihluta og hafa því ekki afl til að koma í veg fyrir það.
Þetta mál er bæði í rannsókn hjá innri endurskoðun Reykjavíkur og hjá Umboðsmanni Alþingis. Frá þeim stofnunum ætti að koma hlutlaust álit.
Það sem gerir málið enn flóknara er að Þegar það hófst voru Sjálfstæðismenn í meirihluta og Vilhjálmur borgarstjóri, síðan tók við vinstri meirihluti í 100 daga. En nú þegar lokahönd var lögð á skýrsluna var sjálfstæðisflokkurinn aftur kominn til valda. Það er nú komið fram hvers vegna, það var svo mikilvægt fyrir sjálfstæðismenn að komast aftur til valda. Auðvitað til að fela sem mest af óþægilegum staðreyndum í skýrslunni.
Ekki má gleyma að mikið hefur unnist í þessu máli og komin önnur sýn á einkavæðingu og brask með almennigseigur. Upp á það hafa allir borgarfulltrúar skrifað. Vonandi verður þetta til þess að gengið verður varlegar um eigur almennings en ætlunin var í kring um REI.
Athugasemdir
Já Valgeir minn. það var slæmt að Svandís varð til að róta upp í þessu prívatmáli íhalds og Björns Inga ásamt nokkrum völdum fjárfestum með kaupréttarsamninga.
Auðvitað þarf marktæka stjórnsýsluúttekt á öllum viðskiptum með eigur almennings. Þ.e.a.s. ef grunur leikur á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið að málum með sína menn.
En finnst þér ekki ótrúlegt hvað Halldóri sáluga frá Laxnesi tókst meistaralega að merkja sig inn hjá FBI?
Er ekki einboðið að utanríkisráðherra og menntamálaráðherra krefjist svara frá Hvíta húsinu um þessa andskotans geðveiki?
Fyrirgefðu orðbragðið.
En þetta upphlaup með reikning Svandísar minnir auðvitað á tímalausa minnið um að skjóta sendiboðann. Við það mætti svo bæta hinni yndislegu ályktun Bjarts í Sumarhúsum þegar hann atti tíkinni á kúna og kýrin snerist til varnar: "Aldrei getur beljudjöfullinn séð tíkarræfilinn í friði!"
Árni Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 18:54
Sæll Valgeir og takk fyrir innleggið á minni síðu.
Það er merkilegt hversu stutt pólitískt minni margra er. Það er því nauðsynlegt að hressa upp á það með svona smásamantekt . Ég er algerlega bit á því hvernig umræðan sums staðar gengur út á að Svandís hafi ekki staðið sig.
Kristjana Bjarnadóttir, 8.2.2008 kl. 19:52
Árni, afhverju stingur þú ekki upp á að Geir fari og ræði við FBI eða CSI eða hvað þetta apparat heitir... fékk hann ekki bók frá Bush á sínum tíma ... eða var það einhver annar
Erna Bjarnadóttir, 8.2.2008 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.