Er menntastig íslensku þjóðarinnar til skammar?

Fréttin um að menntastig íslensku þjóðarinnar væri með því lægsta sem þekkist í OECD-ríkjunum kom mér mjög á óvart. Við sem gortum okkur af bókmenntaarfi, góðri lestrarkunnáttu og góðu skólakerfi. Fréttin birtist í sjónvarpsfréttum RUV í kvöld. Tekið var mið af því hlutfalli sem lýkur prófi eftir grunnskólapróf. Þetta er alvarlegt mál og nú þurfa yfirvöld menntamála sannarlega að girða sig í brók og leita úrbóta. Þessi frétt kemur þegar þjóðin er farin að gleyma vondri útkomu úr svo kallaðri Pisa-könnun.

Það var því ánægjulegt að á sama tíma og þessi frétt var lesin í sjónvarpi voru Vinstri Grænir að flytja þingsályktunartillögur um að stofna háskólasetur á Selfossi annars vegar og á Akranesi hins vegar. Þær tillögur eru góð skref í rétta átt. Vonandi verða þær samþykktar, svo unnt verði að hefjast handa sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Við erum svo ótrúlega upptekin af lífsgæðakapphlaupinu. Ég skil t.d. ekki hvernig krakkar í menntaskóla geta átt og rekið nýlega bíla. Þegar ég var í skóla var það fullt nám og mér hefði aldrei dottið í hug að ég gæti verið í hálfu starfi eða meira meðfram því. Er farið að gera minni kröfur í skólanum?? Fólk sem er komið upp á lagið með að hafa mikið af peningum milli handanna á sjálfsagt líka erfitt með að helga sig framhaldsnámi. En sjálfsagt hljóma ég nú eins og gömul kelll......

Erna Bjarnadóttir, 20.2.2008 kl. 19:59

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Mig grunar að vandinn liggi að hluta til í mikilli áherslu á bóknám. Þeir sem ljúka hefðbundnu stúdentsprófi skila sér í háskóla. Iðnnám á undir högg að sækja, ungt fólk veigrar sér við að velja þá leið, hver sem ástæðan er. Kannski er framboð og aðgengi ekki nægilega gott, kannski liggur vandinn í hugarfari fullorðinna sem gefa unglingunum þau skilaboð að bóknámið sé æskilegra.

Kristjana Bjarnadóttir, 20.2.2008 kl. 23:39

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fróðlegt væri að fá mælingu á menntun langskólagengins fólks.

Hér á ég við menntun í öllum góðum skilningi þess,-oft afar misskilda hugtaks.

Lengi féll ég á því prófi að verða fyrir vonbrigðum þegar ég ræddi við háskólagengið fólk og fann enga menntun.

Nú er það liðin tíð. Ég er hættur að búast við nokkru.

Árni Gunnarsson, 23.2.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband