Nú skulu námsmenn borga fyrir stríðsleiki ríkisstjórnarinnar

009Stofnun varnarmálaskrifstofu hefur vakið athygli mína á undanförnum vikum. Það er óneitanlega undarlegt að fylgjast með Ingibjörgu Sólrúnu knýja fast á um þetta mál. Nú hljómar orðið "skrifstofa" mjög sakleysislega. Ímyndin er nokkur herbergi með skrifborð, tölvur og hillur. En þegar kostnaðurinn nemur um 1,5 milljarði króna í byrjun, sem áreiðanlega er stórlega vanmetinn breytist ímyndin allverulega. Þessi skrifstofa á nefnilega standa fyrir stríðsleikjum erlendra dáta hérlendis með tilheyrandi spjöllum. Hvar er hættan? Hverjir ætla að ráðast á okkur? Það verða áreiðanlega margar þjóðir fyrir barðinu á innrásarherjum áður en að okkur kemur. Einnig á varnarmálaskrifstofan að taka þátt í hernaðarbrölti með "vinum" okkar í NATÓ. Kallar ekki einmitt slíkt brölt á hryðjuverk? Besta leiðin til að forðast þau er að halda sig fjarri stríðsátökum. Var ekki Samfylkingin á móti slíku hernaðarbrölti fyrir kosningar?

Þetta brölt er dýrt og krefur ríkissjóð um milljarða. Hverjir eiga að greiða kostnaðinn? Jú okkar ágæta ríkisstjórn hefur fundið feita matarholu, NÁMSMENN. Nú er umræðan farin að snúast um skólagjöld á háskólastiginu. Það hefur verið stolt okkar að geta veitt ókeypis menntun. Nú virðist eiga að fara að fórna því á altari hernaðarhyggju. Gegn því hljótum við að berjast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband