Formaður Landverndar kosinn í varastjórn Landsvirkjunar

Prenta textann

Á vef Landsvirkjunar http://www.lv.is/ er greint frá nýrri stjórn og varastjórn sem kjörin var í dag. Verulega athygli vekur að formaður Landverndar, Björgólfur Thorsteinsson, er orðinn fyrsti varamaður í stjórn Landsvirkjunar. 
Stjórn Landsvirkjunar var skipuð á aðalfundi fyrirtækisins þann 18. apríl 2008. 
Í stjórn Landsvirkjunar sitja:
Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor
Gylfi Árnason, verkfræðingur
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri
Jóna Jónsdóttir, viðskiptafræðingur
Páll Magnússon, bæjarritari
 
Á fyrsta fundi stjórnar var Ingimundur Sigurpálsson kjörinn formaður og Bryndís Hlöðversdóttir varaformaður stjórnar. 
Varamenn í stjórn eru:
Björgólfur Thorsteinsson 
Katrín Ólafsdóttir
Valdimar Hafsteinsson
Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir
Þórður Sverrisson  
-

Um leið og ég óska Björgólfi velfarnaðar í þessu nýja starfi get ég ekki sem félagsmaður í Landvernd fallist á að hann sem varastjórnarmaður í Landsvirkjun geti gengt trúnaðarstörfum fyrir Landvernd. Björgólfur situr nú á miðju kjörtímabili sem er tvö ár.

Á tveim síðustu aðalfundum Landverndar hefur eftirfarandi ályktun verið samþykkt, sjá http://www.landvernd.is/: 
-
Ályktun um orkufrekan iðnað
Aðalfundur Landverndar varar við frekari ákvörðunartöku um uppbyggingu á stóriðju og tilheyrandi virkjunum a.m.k. þar til 2. áfangi rammaáætlunar liggur fyrir. Rammaáætlun getur, ef vel tekst til, gefið stjórnvöldum heildstætt yfirlit yfirvirkjunarkosti landsins þar sem horft hefur verið til áhrifa á umhverfi, efnahag og samfélag. Slíkt yfirlit er forsenda þess að hægt sé að taka skynsamlegar ákvarðanir um landnýtingu er varðar hagsmuni allra landsmanna. Mikilvægt er að frjáls félagasamtök fái aðkomu að gerð 2. áfanga rammaáætlunar líkt og þegar unnið var við 1. áfangaáætlunarinnar. Aðalfundurinn minnir á ályktun aðalfundar 2006 svipaðs efnis. 
-
-

Baráttan fyrir verndun náttúru Íslands hefur verið eitt af meginviðfangsefnum Landverndar. Í þeirri baráttu hefur Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki verið aðal andstæðingurinn. Með stjórnarsetu í Landvernd og orkufyrirtæki verða hagsmunaárekstrar óhjákvæmilegir. Það hlýtur því að vera óskoruð krafa félagsfólks í Landvernd að við þessar aðstæður segi formaður af sér og að nýr verði kjörinn á næsta aðalfundi, sem verður haldinn á næstunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband