Eru eldri borgarar á Þingeyri að knésetja heilbrigðiskerfið?

Fréttin um níræðu konuna á Þingeyri í sjónvarpsfréttunum í kvöld var í senn óhugguleg og athyglisverð. Í sumar á semsagt að spara í heilbrigðismálum með því að flytja TVO aldraða borgara af dvalarheimili sínu á Þingeyri til Ísafjarðar meðan á sumarleyfum starfsfólks stendur. Ástæðan, sparnaður! Það er tap á heilbrigðiskerfinu og þessir tveir einstaklingar eiga að bjarga því, ef ég skildi fréttina rétt.

Þetta er fólk sem hefur búið þarna um langan tíma. Þau hafa lagt sitt til samfélagsins og óska þess heitast að njóta öryggis og þjónustu í ellinni. Það er sorglegt að heilbrigðisyfirvöld skuli sjá þann kost vænstan til að bjarga rekstrinum að skapa hjá þessu fólki óöryggi og kvíða. Þetta fólk á annað og betra skilið.

Hér er enn eitt dæmið um misskiptinguna í þjóðfélaginu, sem sýnir að það þarf að stokka upp spilin og gefa upp á nýtt til að tryggja m.a. þessu fólki eðlilega þjónustu. Það er rangt að tala um þetta fólk sem peningalegan bagga á heilbrigðiskerfinu, eins og gefið var til kynna í fréttinni.

Fréttina má finna á vef RÚV slóðin er http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397919/9

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Sammála frændi, við eigum að hugsa vel um eldri borgara sem lögðu þar að auki grunninn að velferðarþjóðfélaginu okkar.

Erna Bjarnadóttir, 8.5.2008 kl. 10:53

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið innilega er ég sammála þér. Og í sama fréttatíma var upplýst um ofurlaun nýráðins borgarstarfsmanns - það vantar aldrei aur þegar kemur að því að gauka dúsum að vinum sínum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.5.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband