Fréttamat

Það er eðlilegt að koma og afdrif þessa hvítabjarnar veki mikla athygli. Hvítabirnir eru í verulegri hættu vegna hlýnunar og skerðingar á búsvæði þeirra. Það er virkileg þörf á að leita svara við því, hvers vegna þessi bangsi kom til landsins. Er t.d. hætta á að fleiri kunni að þvælast til landsins á næstunni án þess að hafís verði landfastur.

Hins vegar er fréttamatið dálítið undarlegt. Fjölmiðlar blása út um þennan bangsa, en hins vegar skilst mér að næstu nágrannar okkar hafi lítið frétt af jarðskjálftunum sem riðu yfir á dögunum. Alla vega hefur fólk sem ég hef verið í sambandi við á Norðurlöndunum ekkert vitað um þá atburði, sem þó eru mun alvarlegri.


mbl.is Hvítabjarnarmál vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Sæll frændi, það er líklega eftir því hvað fólk fylgist með. Ég hitti ágætan danskan kunningja í Varsjá í síðustu viku og hann var vel heima í jarðskjálftunum. Kveðja á Selfoss

Erna Bjarnadóttir, 9.6.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband