Jákvæð og neikvæð áhrif hlýnunar

Það er athyglisvert að aðalatriðin í fréttinni eru höfð síðust. Því þótt án efa hafi hlýnun jákæð áhrif á sumar plöntutegundir eru aðrar sem víkja. En stærstu vandamálin sem við getum horft fram á eru fleiri sjúkdómar og meindýr sem herja á gróður. Einnig er meiri hætta á kali á þeim trjám sem við höfum nú með meiri hlýnun. Hvers vegna? Jú með hlýnninni er meiri hætta á að komi hlýindakaflar um miðjan vetur sem geta vakið upp gróður, sem síðan drepst í vorhretum. T.d. getur frost í 1 til 2 daga í lok apríl hæglega drepið gróður sem vaknað hefur upp af vetrardvala í mars eða fyrri part apríl. Með kaldari veðráttu er minni hætta á slíkum hlýindaköflum og því helst vetrardvali uns vorið er komið fyrir alvöru.

Einnig er meiri hætta á hvers kyns sjúkdómum, sveppum og skordýrum sem lifa á gróðri. Þessum lífverum er haldið í skefjum af vetrarkuldanum. Vetrarfrostin sjá við þeim. Það er áhyggjuefni að fá sumar þessar meinlífverur á viðkvæman íslenskan gróður sem ekki er þolinn gangvart þeim.

 Við megum ekki heldur gleyma að aukin hlýnun veldur líklega meiri úrkomu, dýpri lægðum og meiri vindhraða, jafnframt því sem sjávarborð hækkar. Ég tel því að þessi hlýnun geti orðið skammvinnur fögnuður fyrir okkur, vandamálin sem við gætum þurft að horfast í augu við geta orðið meiri og illviðráðanlegri en hugsanlegur ágóði. Við verðum að sýna ábyrgð og vinna gegn loftlagsbreytingum, með því að draga úr starfsemi sem gefur frá sér koldíoxíð. Þar er stóriðja og samgöngur fremst í flokki.


mbl.is Áhrif hlýnunar jákvæð á gróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Góð færsla. Mér var kennt í flölmiðlanámi að vægi hverrar setningar ætti að vera minna eftir því sem líður á fréttina. Koma með aðalatriðin fyrst og restina seinna. Þannig fær fólk hugmynd um hvað er verið að fjalla og getur hætt að lesa, hafi það ekki áhuga. Oft sé ég þessu snúið við. Maður er dreginn á asnaeyrunum til síðustu setningar. Oft er fyrsta málsgreinin bein tilvitnun i einhvern og til að hafa hugmynd um hvað manneskjan er að tala um, verður maður að lesa áfram. Þetta virkar ekki, því oft hætti ég að lesa, nema tilvitnunin sé því athyglisverðari.

- Svo er restin sem þú talar um auðvitað nákvæmlega rétt. Eftir því sem hitastig hækkar, fjölgar sníkjudýrum og sjúkdómum og veður verður ófyrirsjáanlegra.

Villi Asgeirsson, 6.8.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband