22.8.2008 | 10:12
Háspennulínur eiga ekki að þvera blómleg landbúnaðarhéruð
Ég er algerlega sammála þessari ályktun VG og Sjálfstæðismanna í Skagafirði. Það er að auki eðlilegt að Skagfirðingum standi ógn af þessari línulögn sem kennd er við Blöndu og á uppruna sinn í Blönduvirkjun, því hún á að geta borið hátt í tvöfalt meiri orku en virkjunin framleiðir. Er ekki verið að bora bakdyraleið að virkjunum í Jökulsánum, sem mætt hefur verulegri andstöðu?
Hafna úreltum hugmyndum um orkuflutninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var ánægjulegt að sjálfstæðismenn í Skagafirði tóku þessa afstöðu sem ég þorði nú varla að vona að þeir gerðu. En ég deili með þér áhyggjum af framvindu þessara mála þegar kemur að aukinni "orkuþörf"! Það er nefnilega mikill einhugur innan ríkisstjórnarflokkanna hvað varðar fjandsamlega afstöðu til náttúru Íslands og óborinna kynslóða.
Árni Gunnarsson, 24.8.2008 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.