20.10.2008 | 22:43
Hvað þýðir þetta lán fyrir þjóðarbúið?
Það er mikilvægt að upplýst verði um kjör á svona láni. Nú þegar hafa verið teknar 500 milljarðar og svo bætast 700 milljarðar króna við. Gera má ráð fyrir um 5% vöxtum þannig af þessum tveim lánum þarf að greiða um 60 milljarða í vexti á ári. Reiknist mér rétt til eru þessi vaxtagjöld um helmingur af verðmætum alls fiskútflutnings okkar. Þá er ekki allt talið.
Útrásarvíkinarnir hafa skilið eftir sviðna jörð. Næstu áratugir verða þjóðinni þungir við að borga skuldir þeirra. Hugsa sér hvernig örfáir menn hafa leikið þjóð sína á aðeins 5 - 6 árum. Hvers vegna er ekki búið að frysta eigur þeirra hér á landi til að unnt sé að selja þær eða nýta til skuldagreiðslna?
Ekkert liggur fyrir um aðstoð IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru stjarnfræðilegar tölur sem enginn skilur. Sjálf sit ég og pæli í tíu og tuttuguþúsundköllum. Ísland er haft að háði og spotti og ekkert lát er á fréttum af tjóninu sem orðið er enda er undanhaldið leitt af sama fólki og átti að gæta hagsmuna okkar en svaf á verðinum og sagði að það væri rétt að bíða með að taka erlend lán til að auka gjaldeyrisforðann. Nú skrækir sama fólk á gagnrýnendur sína og biður það að tefja sig ekki, engan tíma megi missa.
Erna Bjarnadóttir, 21.10.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.