22.10.2008 | 22:47
Athyglisverð fyrirsögn
"Við munum ekki láta kúga okkur" er fyrirsögn mbl.is á meðfylgjandi frétt. Geir er greinilega kominn í nauðvörn og kallar til flokksmanna sinna að hann muni ekki láta kúga þá í kosningar.
Sigmar stóð sig vel og spurði áleitinna spurninga sem brenna á þjóðinni, en fékk á móti lítil og léleg svör. Hann fékk þó forsætisráðherra til að gefa út að meiningin væri að endurfjármagna bankana og selja þá síðan. Væntanlega verða þar einhverjir flokksgæðingar handvaldir eins og fyrir 5-6 árum og bönkunum skipt bróðurlega milli ríkisstjórnarflokkana.
Það er því þjóðþrifamál að koma Geir og flokki hans frá völdum. Ekki bara í ríkisstjórn, heldur einnig í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti. Efna þarf til kosninga sem fyrst og koma á trúverðugri landstjórn.
Sigmar stóð sig vel og spurði áleitinna spurninga sem brenna á þjóðinni, en fékk á móti lítil og léleg svör. Hann fékk þó forsætisráðherra til að gefa út að meiningin væri að endurfjármagna bankana og selja þá síðan. Væntanlega verða þar einhverjir flokksgæðingar handvaldir eins og fyrir 5-6 árum og bönkunum skipt bróðurlega milli ríkisstjórnarflokkana.
Það er því þjóðþrifamál að koma Geir og flokki hans frá völdum. Ekki bara í ríkisstjórn, heldur einnig í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti. Efna þarf til kosninga sem fyrst og koma á trúverðugri landstjórn.
Við munum ekki láta kúga okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjartanlega sammála, Sigmar átti meira að segja ónotuð spil um kostnað almennings af verðbólgu og gengishruni krónunnar.
Erna Bjarnadóttir, 23.10.2008 kl. 08:58
Sigmar stóð sig vel í gær og Geir alltaf með sama hrokann. Nú verður að koma honum frá völdum og fá nýja stjórn til að koma landinu aftur á rétt ról. Ef þjóðin á að fá trú á seðlabankanum og svo ríkisstjórn þá þarf að fá nýtt fólk í þessi störf.
Þórður Ingi Bjarnason, 23.10.2008 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.