Á hnjánum

Hross á krafsiTitill leiðara Morgunblaðsins í dag "Traustvekjandi aðgerð" er óneitanlega dálítið skondinn. Þar er fjallað um lán Aðþjóða gjaldeyrissjóðsins til okkar.

Það kemur hinsvegar fram í leiðaranum að ekki var unnt að sækja lán annars staðar frá því traust viðskiptaheimsins á Íslenskum ráðamönnum er ekkert. Þetta er kjarni málsins. Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum leitt þjóðina í þær þrengingar að nú þurfa þau trausti rúin að knékrjúpa fyrir þessum sjóð til að ávinna einhvert traust í alþjóðasamfélaginu aftur. Traustvekjandi aðgerð er því í full sterkt orðalag í núverandi ástandi. Já það er eins og einhver hafi verið lífgaður úr dauðadái og liggur nú milli heims og helju í öndunarvél. Það er ekki traustvekjandi ástand. Hér á að byrja að tala upp ástand og fegra það í stað þess að tala um þetta sem kalda staðreynd. Við eigum kröfu á að fá að vita hvert er hið rétta ástand.

Það er einnig undarlegt orðalag í leiðaranum að tala um að þjóðin hafi lent í fjármálahremmingum. Réttara væri að  nota orðalagið að hafa "komið sér í" fjármálaþrengingar, með óhófi, ónógu aðhaldi og lélegu eftirliti. Einhvern veginn finnst mér myndin sem er á síðunni við hlið leiðarans segja meira um ástandið, en þar eru þau Geir og Ingibjörg úr fókus en fyrir aftan þau er málverk af Drekkinarhyl á Þingvöllum í fókus.

Nú byrja þau á að taka 240 milljarða króna lán hjá Gjaldeyrissjóðnum, til samanburðar má nefna að gjaldeyristekjur vegna útfluttra sjávarafurða á síðasta ári nam um 126 milljörðum króna. Og þetta er aðeins byrjunin. Talað er um allt að 1200 milljarða króna lán sem þarf að taka á næstunni eða um tífalt verðmæti útfluttra sjávarafurða.

Nú stendur ríkið að einhverjum mestu fjöldauppsögnum í sögu þjóðarinnar, með uppsögnum bankamanna í hundraðavís. Þannig leiðir ríkið ört vaxandi atvinnuleysi í landinu. Hefði ekki verið nær að bjóða sumu af þessu starfsfólki áframhaldandi starf en á lægri launum? Er ekki slæmt að missa svo margt fólk út úr bönkunum einmitt þegar þarf að byggja upp?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Skilyrði IMF sem Ögmundur varaði við eru nú komin upp á dekk eða allavega eitt þeirra. En við áttum engan annan kost eða hvað. Enginn vill lána okkur peninga og ekki eigum við þá sjálf. Vonlaus stjórnvöld síðustu ára eru búin að koma algeru hreðjataki á okkur....Hver vill eiginlega bjóða sig fram í stjórnmál við þessar aðstæður.

Erna Bjarnadóttir, 28.10.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband