Skýr skilaboð.

Útrásin svokallaða hefur gefið þjóðinni þau skilaboð að hinir svokölluðu útrásarvíkingar voru að leika sér að fjármunum landsmanna.

Víkingar fóru í herferðir og skildu eftir sig sviðna jörð. Sjaldan var það ættjörðin sem varð fyrir barðinu á þeim heldur fjarlægari lönd og þjóðir. Útrásarvíkingarinir eru þjóð sinni verstir. Þeir fengu þjóðbankana og annan auð þjóðarinnar upp í hendur. Sumir auðguðust af kvótabraski, aðrir með braski með tryggingar og þannig mætti lengi telja. Allt án eftirlits, því það var ekki í þágu frjálshyggjunnar, takturinn var sleginn af ríkisstjórn og fjármálaeftirliti.

Víkingarnir voru duglegir við að safna skuldum, þjóðarbúið varð hrikalega skuldsett. Forsætisráðherra og aðrir ráðmenn höfðu af þessu litlar áhyggjur, því ríkissjóður stæði svo vel. Þannig var landsmönnum haldið í fölsku öryggi um að allt væri í lagi.

Nú þegar allt er hrunið vaknar þjóðin við vondan draum. Þetta var allt á OKKAR ÁBYRGÐ. Allar skuldirnar sem þessir víkingar höfðu sakað að sér um allan heim gjaldfallast á OKKUR, líka þá sem höfðu lifað eðlilegu lífi og ekki tekið þátt í fjárhættuspilinu. Við sitjum hér og horfum á ráðherra greina okkur glaðhlakkalega með bros á vör að nú eigum við að greiða hrikalegar upphæðir vegna alls þess sukks sem þeir hafa látið viðgangast á síðustu árum.

Mér gremst að það er ekki byrjað að krefja víkingana um að skila til þjóðarinnar þeim ránsfeng sem þeir hafa af okkur tekið. Ríkisstjórn, seðlabanki og fjármálaeftirlit virðast hafa slegið skjaldborg um þessa sukkara, enda allir meira og minna samsekir. Eða hvernig haldið þið að Jónas Fr. Jónsson forstjóri Fjármálaeftirlitsins taki á Sigurjóni Árnasyni, fv. bankastjóra, en þeir voru eitt sinn saman í stjórn Vöku? Hvers vegna er ekki gengið hart að eignum þessara manna? Jónas Fr. er kyrfilega flæktur í sukkið og á að yfirgefa Fjármálaeftirlitið strax á morgun!

Það hefur illilega komið í ljós að útrásin var í höndum ábyrgðarlausra spilafíkla. Það gat svo sem verið í lagi hefðu þeir spilað með eigin peninga. En þetta voru peningar þjóðarinnar, og við öll eigum heimtingu á að fá þá til baka með góðu eða illu. Reikningurinn er sendur á alla Íslendinga, sem skrifuðu ekki upp á víxilinn, líka þá ófæddu. Auðvitað á að ganga að eigum þessara víkinga fyrst áður en reikningurinn er sendur þjóðinni. Björgólfur Thor á t.d. talsverðar eigur enn sem gætu gengið upp í Icesave-ruglið. Jón Ásgeir var að kaupa fjölmiðla og Sigurður Einarsson á glæsihús í miðborg London og hálfbyggt sumarhús í Borgarfirði. Þetta eru eigur okkar allra, alveg jafnt og skuldirnar sem  er verið að klína á okkur.


mbl.is Skilaboðin voru skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta endar ekki svona!

Ljóst er að Íslenska þjóðin mun ekki láta kúga sig til að samninga.
Við göngum ekki að afarkostum af því að það hentar pólitískum hagsmunum ESB.

Íslenska þjóðin krefst sanngjarnrar málsmeðferðar á sínum úrlausnarefnum og uppgjöri við fortíðina.
Við munum ekki samþykkja veðsetningu á landinu okkar og okkar afkomendum.

Íslenska þjóðin verður að endurheimta stolt sitt og virðingu og tryggja sitt sjálfstæði.

Við þurfum að gera upp okkar mál í fullri sátt við nágrannaþjóðir okkar, enda erum við ekki í neinu stíði við þær.


Þetta verkefni eru núverandi stjórnvöld og stjórnmálaflokkar ófærir um að leysa. Þau eru öll gjörsamlega flækt í spillingarvefinn. Núverandi stjórnvöld hafa ekki lengur umboð þjóðarinnar.

Nýtt afl þarf að koma til. Þeir sem komu Íslensku þjóðinni í vandræði eru ekki þeir sem eru til þess fallnir að leysa vandann.

Áfram Ísland

Baráttukveðjur,

Bjarni Hafsteinsson 



 

bjarni (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband