25.3.2009 | 23:19
Þetta á við um fleiri
Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landverndar varð að láta af störfum vegna framboðs síns í forvali VG á Suðurlandi.
Í mínum huga er það ólíðandi að fólk sem býður sig fram í kosningum til Alþingis þurfi að fórna starfi sínu fyrir það. Það er alvarleg hugsunarvilla bæði hjá Landvernd og ASÍ að gera þessar kröfur á starfsfólk sitt. Hins vegar væri unnt að fallast á launalaust leyfi fyrir þetta fólk meðan á baráttunni stendur. Framboð til Alþingis á að vera með öllu kvaðalaust, þannig að fólk þurfi ekki að hætta starfi sínu og lífsafkomu vegna þess.
Framsóknarflokkurinn gagnrýnir ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála... innilega!
Lára Hanna Einarsdóttir, 5.4.2009 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.