23.2.2007 | 22:36
Viljum við fórna Urriðafossi?
Viljum við fórna Urriðafossi fyrir ál. Um það snýst meðal annars umræðan um stækkun álversins í Straumsvík. Þetta er fallegur vatnsmikill foss neðarlega í Þjórsá, sem sumir telja aðeins í megawöttum. Grundvallarspurning í þjóðfélaginu í dag er, hvernig eigum við að meta náttúruna. Er fegurð hennar einhvers virði eða eigum við að láta nýtingarsjónarmiðin ráða för? Eigum við njóta þess sem við sjáum, finna ilminn, og hlutsta á raddir náttúrunnar, fossnið og fuglasöng. Eða eigum við að sjá fegurðina í mannvirkjum eins og virkjunum, miðlunarlónum, flottum rafmagnsmöstrum og stórum álbræðslum.
Því miður höfum við farið offari í nýtingu okkar fagra lands. Um það eru fjölmörg dæmi. Ætlar okkar kynslóð að ganga endanlega frá öllum náttúruauðæfum landsins, eða eigum við ekki heldur að staldra við og hugsum okkar gang?
Athugasemdir
Þetta er afskaplega fallegur foss. Synd að spilla honum.
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 24.2.2007 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.