Atkvæðið ræður

Þegar tekin er afstaða í kosningum er yfirleitt horft til þess sem frambjóðendur segja, skrifa og jafnvel hugsa. Þarna vantar einn stóran þátt, en hann er hvernig þeir kjósa þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir. Atkvæðin ráða öllu þegar ákvarðanir eru teknar. Kjósendur verða einnig að vera með á hreinu um hvað er kosið. Það er ekki einhlýtt.

Í Hafnarfirði á að greiða atkvæði um stækkun álversins í Straumsvík. Tillagan sem kjósa á um er sett í torræðan búning deiliskipulags. Hún er jafnvel þannig að pólitískir forystumenn í Hafnarfirði eru ekki með þetta á hreinu. Í morgunútvarpinu á fimmtudaginn voru viðtöl við nokkra forystumenn Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi. Þeirra á meðal var Tryggvi Harðarson. Hans svar við því hvernig hann ætlar að verja atkvæði sínu er mjög Samfylkingarlegt. Hann sagðist vera á móti stækkun álversins núna, en hann vildi ekki útiloka þann möguleika í framtíðinni og því ætlar hann að segja já við deiliskipulagstillögunni. Það er greinilegt að hann veit ekki um hvað málið snýst í þessari kosningu. Fyrst hann veit það ekki, má þá reikna með að annað fólk sé með á hreinu um hvað kosningin snýst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband