1.3.2007 | 22:03
Rachel Carson 100 ára
Meðfylgjandi pistil sendi Bjarni Jónsson, forstöðumaður Norðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar. Rachel Carson skrifaði m.a tímamótabókina "Raddir vorsins þagna":
Ég á von á því að mörg ykkar hafi áhuga á góðri "umhverfisfrétt" í dag.
Í dag hefur göngu sína bókaklúbbur á netinu helgaður Rachel Carson eins helsta frumkvöðuls nútíma umhverfisverndar. Þetta er gert í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu hennar. Auk þess að vera ein helsta "eco-hero" allra tíma þá er hennar einnig minnst innan alþjóðlegrar kvennahreyfingar fyrir að greiða konum leið í vísindum og opinberri stjórnsýslu.
Um Rachel og bókaklúbbinn er fjallað á heimasíðu VG í Skagafirði og þar eru einnig tenglar á blogsíðu klúbbsins
http://www.skagafjordur.com/vg/index.php?pid=1060&cid=7816
Gleymum ekki upprunanum og þeim sem vörðuðu leiðina fyrir okkur hin í náttúruverndarmálum!
Bækur Rachel hafa haft mikil áhrif á mína hugsun og störf og ég veit að svo er um fleiri í okkar hóp og um allan heim.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.