Guðni tekur afstöðu með Þjórsárvirkjunum

UrriðafossÍ Blaðinu í dag, laugardaginn 3. mars, er vitnað í ræðu Guðna Ágústsonar á flokksþingi Framsóknarflokksins. Hann gaf þá yfirlýsingu að það yrði áfall, verði tillagan um stækkun álversins í Straumsvík felld. Þannig hefur Guðni tekið afstöðu með virkjunum í Þjórsá, sem nú er mesta hitamálið á Suðurlandi. Þessar virkjanir hanga óhjákvæmilega saman við stækkun álversins. Bændur og aðrir landeigendur berjast nú harðri baráttu fyrir löndum sínum. Það er því gott fyrir fólk að fá svo skýra afstöðu og á Guðni heiður skilinn fyrir það. Þessi afstaða þarf ekki að koma á óvart, því stóriðjustefnan var rauði þráðurinn í setningaræðu formannsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Þakka þér fyrir Jón. Ég vil síst af öllu gera lítið úr áhrifum beitar á gróðurfar landsins. Hún augljós. Ég hef m.a. unnið við beitartilraunir og því séð hve auðvelt er að eyða gróðri með beit. Ég hef líka unnið við mat á hrossahögum og séð þar mörg hættumerki. Best að skrifa um þetta betri færslu.

Valgeir Bjarnason, 9.3.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband