Dæmi um áhrif beitar á gróður

HPIM0567Beitardýr hafa alltaf mikil áhrif á þann gróður sem þau bíta. Landgerðir skipta einnig verulegu máli hve alvarleg og varanleg áhrifin verða. Mólendi þolir mjög litla beit og sé það í halla er beitarþolið nánast ekkert. Mýrlendi þolir hins vegar meiri beit, en gróðurinn þar er oft ekki eins lostætur. Margar plöntur þola illa beit og má þar nefna hvönn og blágresi sem dæmi. Hér koma tvær myndir teknar sitt hvoru megin við landamerkjagirðingu milli bæja.

Fyrri myndin er af landi sem nokkur hross ganga á. Sú seinni er af landi sem hefur verið friðað um nokkurn tíma. Greinilegur munur er á þessum tveim landgerðum. Annars vegar er rof áberandi. Svörðurinn er gatslitinn og opinn fyrir rofi vatns og vinda. NHPIM0656eðri myndin sýnir heilt mólendi. Þar er lítið um rof og gróðurþekjan nær heil.

Takið einnig eftir þúfunum, á rofna landinu eru þúfurnar litlar og krappar, en á lítið beitta landinu eru þúfurnar stærri um sig og ávalari. Þetta land þolir nær enga beit. Mólendi er eitt algengasta gróðurlendi á landinu, en jafnframt mjög viðkvæmt.

Göngum með virðingu um gróður landsins, hann er mikilvægur hluti af náttúruauðæfum okkar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband