19.4.2008 | 20:46
Hér ber margt að varast
Hér er verið að opna leið fyrir ferskar kjötvörur til landsins. Hér ber að hafa margt í huga:
Um nokkurn tíma hefur verið leyft að flytja inn frosið kjöt. Frysting drepur að verulegu leyti örverur sem kunna að leynast í kjötinu. Þessar örverur sem sumar eru sjúkdómsvaldandi geta borist í ófrystu kjöti. Suða á að drepa sjúkdómsvaldandi örverur, nema riðu. Riða getur borist með öllu kjöti með alvarlegum afleiðingum.
Sem dæmi hættur þessu samfara telja Kanadamenn að ein pylsa hafi borið með sér gin og klaufaveiki til Kanada og valdið þar verulegu tjóni. Annað dæmi er að Japanir telja sig hafa fengið kúariðu með gervimjólk frá Evrópu, en í mjólkinni var m.a. nautgripafita.
Það er sagt að með innflutningnum eigi að berast örugg vottorð um sjúkdómahættu. Það kann vel að vera, en ein mistök í þessum efnum geta orðið dýrkeypt. Vegna einangrunnar sinnar í aldir eru íslensku húsdýrin viðkvæmari fyrir sjúkdómum en dýrastofnar í nágrannalöndunum, því geta aðkomnir sjúkdómar orðið að enn alvarlegri faröldrum en þekkist erlendis. Fyrir nokkrum árum kom upp flensa í hrossum, sem varð að faraldri. Enginn veit með hvaða hætti smitið barst til landsins, en tjónið varð verulegt, þar sem mörg hross drápust og önnur urðu mjög veik.
Þetta er líka stór spurning fyrir matvælaöryggi í landinu, því innfluttar búfjárafurðir munu keppa við þær innlendu og með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Það er eðlilegt að mjólkurbú og kjötvinnslufyrirtæki berjist gegn innflutningi, því það hlýtur að rýra afkomumöguleika þeirra. Það eru þúsundir fólks starfandi við úrvinnslu landbúnaðarafurða. Þessi starfsemi er víða kjölfesta í bæjum um land allt og byggir á þeirri framleiðslu sem er nú. Fari þessi fyrirtæki halloka, verður atvinnu þessa fólks stefnt í voða. Hvað á að taka við? Álver?
Vilja ekki innflutning á fersku kjöti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað með,
..osfrv. Er þetta eitthvað sem þarf að kaffæra lífskjörum almennings með í nafni "sjálfbærni" eða ímyndaðs "öryggis" byggt á orðrómum sem enginn vill skrifa undir í eigin nafni? Eða er það bara kindakjöt og nýmjólk sem fær að vega alltof mikið á verðmiða innkaupakerrunnar í nafni "sjálfbærni"? Eða getur verið að tilfinningar séu að sigra rökhugsun og hagfræðiþekkingu í nafni gamla, "góða" VG-framsóknarflokks-hugmyndafræðinnar?
Geir Ágústsson, 20.4.2008 kl. 00:30
Geir Hver er verðmunurinn á þessum vörum sem þú nefndir hér og í nágranalöndunum. Þessar vörur eru allar Hlutfallslega dýrari hér en þær landbúnaðarvörur sem frumvarpið snýst um
Þeir einu sem hagnast á þessu verður baugur á kostnað 12.000 manns sem vinna við þetta
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 20.4.2008 kl. 00:41
Þakka þér ábendingarnar Geir. Það er rétt að megnið af þeim vörum sem þú taldir upp eru fluttar inn. Við hljótum að vera háð innflutningi á ýmsum nauðsynjavörum. En við verðum jafnframt að velta fyrir okkur hvert og eitt, hvort ekki megi nýta betur þessa hluti t.d. með sparneytnari bílum, minna af óhollu snakki, fullnýta föt og fleira. Þetta eru hlutir sem heimsbyggðin veltir fyrir sér.
Við horfum fram á hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu, áburði, korni og skyldum vörum. Við verðum að skoða hvað við þurfum að flytja inn, hvað við getum framleitt sjálf og hvað við getum nýtt betur. Á síðasta ári hefur verðlag á áburði t.d. meira en tvöfaldast og það virðist ekki vera lát á þeim hækkunum. Í ljósi þess verðum við að hlúa að okkar eigin landbúnaði og annarri matvælaframleiðslu til að tryggja okkur inn í framtíðina.
Valgeir Bjarnason, 20.4.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.