7.7.2008 | 16:55
Þriggja gljúfra stíflan í Kína ógnar fiskimiðum í Austur Kínahafi
Vatnsaflsvirkjunum fylgja nær alltaf miðlunarlón. Við gerð þeirra fer land á kaf undir vatn og þar með landsvæði sem ekki verða bætt. Lónin hafa mikil sýnileg áhrif á landslag og náttúrufar. Eðlilega eru þessi mannvirki því mjög umdeild og vekja andúð. Minna er aftur á móti fjallað um áhrif stíflanna og vatnsmiðlunarinnar á náttúru og lífríki neðan stíflanna. Fáir hafa lýst áhyggjum yfir áhrifum þessara virkjana á lífríki sjávarins fyrir ósum fljótanna. |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.