Loksins er viðurkennt að stóriðja og virkjanir eru tengd fyirbæri

Það ber að fagna þessari ákvörðun Þórunnar. Hún sýnir loks í senn hugrekki og sjálfstæði. Að sjálfsögðu á að meta heildaráhrif þessara framkvæmda. Stóriðjuverksmiðjur þurfa orku og orkuverin eru byggð vegna stóriðjunnar og svo þarf línulagnir til að tengja þessi fyrirbæri saman. Þetta eru því augljóslega allt svo samtvinnað að það er fáránlegt að þetta hafi ekki alltaf verið metið heildstætt, sem ein framkvæmd.

Ég vil svo benda þeim á sem eru að bölsótast yfir þessari ákvörðun og telja að allt sé að fara á hausinn, að nokkur fyrirtæki t.d. Arnarfell fóru á hausinn, þrátt fyrir að hafa fengið feitan bita á Kárahnjúkum.  Þau fyrirtæki sem eru að lenda í gjaldþrotum nú eru fyrst og fremst í vanda vegna hávaxtastefnu og vaxandi verðbólgu, þar sem þau skuldsettu sig í hinu svokallaða góðæri. Þeirra vandi skrifast fyrst og fremst á stefnu stjónvalda á síðustu árum.


mbl.is Undirbúningur skemmra kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Auðvitað er um eina framkvæmd að ræða, en sú ákvörðun ráðherra að draga það þangað til nú að taka ákvörðun um að setja á þetta mat er nánast ígildi þess að slá álver á Bakka af vegna losunarkvóta á koltvísíringi.

Varðandi fyrirtæki þau sem hafa farið og munu fara í gjaldþrot, þá er í mörgum tilfellum um það að ræða að stjórnun þeirra var töluvert ábótavant, þeir sem telja sig geta framkvæmt eitthvað langt undir kostnaðaráætlununum verða, annaðhvort að vera snillingar eða bjartsýnismen og því miður fyrir verktakastarfsemi hérlendis, hefur síðarnefndi hópurinn verið í miklum meirihluta hingað til, samanber skrif þín hér að ofan

Magnús Jónsson, 2.8.2008 kl. 22:59

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Talandi um tilboð undir kostnaðaráætlun...

Pétur Þorleifsson , 9.8.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband