4.10.2008 | 20:21
Lífleg söfnun á Selfossi
Við hjónakornin gengum saman í nokkrar götur hér á Selfossi í dag. Í höfðustöðvum Rauða krossins hér var mikið um að vera í morgun þátttakan mjög góð. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá hve margt ungt fólk lagði málefninu lið með að ganga í hús með baukana.
Söfnunarfólki var afar vel tekið og voru flestir sem voru heima tilbúnir með einhvern pening til að láta í söfnunina. Það gerði fólk með bros á vör og var skipst á gamanyrðum meðan peningum var troðið í baukinn. Það er gaman að taka þátt í svona átaki.
Dræm þátttaka í Göngum til góðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var þér boðin gulrót eins og unga fólkinu?
Jón Garðar (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.