Nokkrar spurningar um sölu hvalaafurða

Nú höfum við það 2/3 þjóðarinnar er hlynnt hvalveiðum samkvæmt skoðanakönnun Sjávarnytja.

Allmargir sem láta álit sitt í ljósi gefa lítið fyrir álit erlendra þjóða á þessum veiðum. En hver er staða okkar? Ég ætla að velta upp nokkrum spurningum um þessa ákvörðun:

Er nauðsynlegt að aðeins Hvalur hf. komi til greina við veiðar á langreyði?

Má ekki láta bjóða í hvalveiðiheimildir?

Eru ekki Japanir eina þjóðin sem hugsanlega kaupir afurðir langreyða?

Hvernig verða afurðirnar fluttar til Japan? Í gamla daga voru hvalaafurðir fluttar í frystigámum til Hollands og þaðan til Japan. Nú er væntanlega lokað á flutning hvalaafurða í gegn um ESB eða Norður Ameríku.

Ekki verður siglt með þær í gegn um Súes eða Panama.Vill eihver fara með skipi með fordæmdan farm suður fyrir Afríku og þá leið til Japan?

Á kannske að fljúga með afurðirnar í einkaþotum til Japan?

Hvernig voru afurðir þeirra 7 hvala sem voru drepnir 2006 fluttar til Japan? (Ég hef frétt að það var pöntuð júmbóþota til að flytja þær)

Hver borgaði fargjaldið?

Er búið að selja þessar afurðir, eða lentu þær á haugunum í Japan?

 


mbl.is Meirihluti fylgjandi hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Gunnlaugsson

Ég er ekki alveg að kveikja hvert þú ert að fara?

Ertu kannski kominn útí móa?

Hvað er klukkan?

Stefán Gunnlaugsson, 3.2.2009 kl. 19:02

2 Smámynd: Hörður Einarsson

Ekki ég heldur, veist þú ekki Valgeir þú með þína menntun og allt það ekki, að það voru send skip til þess eins, (að ég best veit) til þess að sækja kjötið sem kom af þessum dýrum, því var skipað út í Hafnarfirði og væntanlega víðar.

Hörður Einarsson, 3.2.2009 kl. 21:21

3 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Það er kannske eðlilegt að þið fattið ekki málið. Ég hef eftir áreiðanlegum heimildum að það var flogið með afurðirnar af þessum 7 dýrum til Japan. Það kann þó að vera að það hafi verið flutt til Noregs fyrst.

Venjuleg flutningsleið frá Íslandi til Japan er í gegn um Rotterdam, en þar er ein stærsta höfn í Evrópu. Hvalaafurðir fá aldrei að fara í gegn um hafnir í ESB. Það eru ekki bara einstök samtök í heiminum sem mótmæla hvalveiðum heldur eru þær fordæmdar af ríkisstjórnum og ríkjasamböndum eins og ESB.

Það er ekki heldur mögulegt að flytja innan við 100 tonn af afurðum til Japans með skipi.  Hörður þú ættir að kanna heimildir þínar betur.

Þið verðið að athuga að hvalategundum hefur verið útrýmt og aðrar eru í hættu. Þannig var gráhvölum (sanlægjum) útrýmt í Atlandshafi fyrir 2 - 300 árum. Sléttbakar eru í mikilli útrýmingarhættu eftir gengdarlausar veiðar fyrr á öldum.

Ekki var byrjað að veiða reyðarhvali fyrr en með tilkomu sprengiskutuls og gufubáta um 1870. Og þá var steypireiðinni nær útrýmt í Atlandshafi af m.a. Bretum og Bandaríkjamönnum. Flestar tegundir reyðarhvala eru á alþjóðlegum válista.

Nú er verndun hvala eitt æðsta tákn um náttúruvernd.  Hvalir eru flökkudýr og því taldir sameiginleg auðlegð þjóða. Því er það ekki einkamál okkar hvort hér eru veiddir hvalir. Aðrar þjóðir telja sér málið skylt.

Þess vegna er ekki til nein einföld né ódýr leið til að flytja afurðirnar frá Íslandi til Japans.

Valgeir Bjarnason, 3.2.2009 kl. 22:39

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Okkur kemur ekki mikið við hvernig kjötið var sent þar sem útgerðarmaðurinn sjálfur sér um allt sem víkur að kostnaði á þessu.

Veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar segir til um magn hvala sem óhætt er að veiða og mun vera mjög varfærið mat til að vera "on the safe side"

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2009 kl. 11:01

5 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Sæll Predikari, sem þorir ekki að blogga undir nafni.

Okkur kom heldur ekki mikið við um útrásarævintýrið, en hverjir eiga að borga reikninginn? 

Ég óttast að þjóðin þurfi að greiða fyrir þessar hvalveiðar, útgerðarmaðurinn hafði sín sambönd inn í ríkisstjórn. Vonandi hefur nú verið skorið á þau tengsl.

Valgeir Bjarnason, 4.2.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband