Eru hvalveiðar sjálfbærar?

Það hefur verið ítrekað sagt að okkur ber að nýta hvali á sjálfbæran hátt. En er það svo? Samkvæmt upplýsingum sem ég hef sannfrétt þá lítur sjálfbærnireiknidæmið þannig út:

Hver langreyður gefur af sér um 15 tonn af kjöti og 3 tonn af rengi samtals um 18 tonn.

Til að ná í þessi 18 tonn af afurðum, eyddi Hvalur 9, 60 - 70 tonnum af olíu, já 3-4 sinnum meira en afurðirnar. Við brennslu á þessari olíu losna um 200 tonn af koldíoxíði. Sem sagt til að ná í eitt kg af hvalkjöti og rengi losna yfir 10 kg. af koldíoxíði. Síðan þarf að vinna og frysta kjötið og senda það með flugi til Japan. Það kostar líka orku og losun á koldíoxíði.

Svo þarf að urða úrganginn.

Því er eðlilegt að spyrja: Hvar er sjálfbærnin í þessum veiðum?

 


mbl.is Langreyðakjöt sent til Japans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er nú eitthvað almesta bull sem ég hef nokkurn tíma lesið og er þetta kannski einu rökin sem hvalverndarsinnar eiga eftir?  Og eru meira að segja svo arfaslök að það er frekar hægt að taka þessu sem lélegum 5 aurabrandara en marktækum rökum.

Jóhann Elíasson, 2.6.2008 kl. 11:47

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

lokaðu þig inni og hættu að anda, þú ert svo ósjálfbær og menngar svo mikið. nákvæmlega sömu rök.

Fannar frá Rifi, 2.6.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Kæri Fannar frá Rifi,

Hefur þú leitað til sálfræðings nýlega? 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 2.6.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband