9.3.2007 | 23:12
Dæmi um áhrif beitar á gróður
Beitardýr hafa alltaf mikil áhrif á þann gróður sem þau bíta. Landgerðir skipta einnig verulegu máli hve alvarleg og varanleg áhrifin verða. Mólendi þolir mjög litla beit og sé það í halla er beitarþolið nánast ekkert. Mýrlendi þolir hins vegar meiri beit, en gróðurinn þar er oft ekki eins lostætur. Margar plöntur þola illa beit og má þar nefna hvönn og blágresi sem dæmi. Hér koma tvær myndir teknar sitt hvoru megin við landamerkjagirðingu milli bæja.
Fyrri myndin er af landi sem nokkur hross ganga á. Sú seinni er af landi sem hefur verið friðað um nokkurn tíma. Greinilegur munur er á þessum tveim landgerðum. Annars vegar er rof áberandi. Svörðurinn er gatslitinn og opinn fyrir rofi vatns og vinda. Neðri myndin sýnir heilt mólendi. Þar er lítið um rof og gróðurþekjan nær heil.
Takið einnig eftir þúfunum, á rofna landinu eru þúfurnar litlar og krappar, en á lítið beitta landinu eru þúfurnar stærri um sig og ávalari. Þetta land þolir nær enga beit. Mólendi er eitt algengasta gróðurlendi á landinu, en jafnframt mjög viðkvæmt.
Göngum með virðingu um gróður landsins, hann er mikilvægur hluti af náttúruauðæfum okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2007 | 09:51
Guðni tekur afstöðu með Þjórsárvirkjunum
Í Blaðinu í dag, laugardaginn 3. mars, er vitnað í ræðu Guðna Ágústsonar á flokksþingi Framsóknarflokksins. Hann gaf þá yfirlýsingu að það yrði áfall, verði tillagan um stækkun álversins í Straumsvík felld. Þannig hefur Guðni tekið afstöðu með virkjunum í Þjórsá, sem nú er mesta hitamálið á Suðurlandi. Þessar virkjanir hanga óhjákvæmilega saman við stækkun álversins. Bændur og aðrir landeigendur berjast nú harðri baráttu fyrir löndum sínum. Það er því gott fyrir fólk að fá svo skýra afstöðu og á Guðni heiður skilinn fyrir það. Þessi afstaða þarf ekki að koma á óvart, því stóriðjustefnan var rauði þráðurinn í setningaræðu formannsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2007 | 22:03
Rachel Carson 100 ára
Meðfylgjandi pistil sendi Bjarni Jónsson, forstöðumaður Norðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar. Rachel Carson skrifaði m.a tímamótabókina "Raddir vorsins þagna":
Ég á von á því að mörg ykkar hafi áhuga á góðri "umhverfisfrétt" í dag.
Í dag hefur göngu sína bókaklúbbur á netinu helgaður Rachel Carson eins helsta frumkvöðuls nútíma umhverfisverndar. Þetta er gert í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu hennar. Auk þess að vera ein helsta "eco-hero" allra tíma þá er hennar einnig minnst innan alþjóðlegrar kvennahreyfingar fyrir að greiða konum leið í vísindum og opinberri stjórnsýslu.
Um Rachel og bókaklúbbinn er fjallað á heimasíðu VG í Skagafirði og þar eru einnig tenglar á blogsíðu klúbbsins
http://www.skagafjordur.com/vg/index.php?pid=1060&cid=7816
Gleymum ekki upprunanum og þeim sem vörðuðu leiðina fyrir okkur hin í náttúruverndarmálum!
Bækur Rachel hafa haft mikil áhrif á mína hugsun og störf og ég veit að svo er um fleiri í okkar hóp og um allan heim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 21:40
Enginn látinn í umferðinni í ár
Ég einn af þeim sem ferðast yfir Hellisheiðina daglega vegna vinnu minnar. Við keyrum m.a. framhjá meðfylgjandi mannvirki. Á síðasta ári var mjög dapurt að fylgjst með hve tala látinna hækkaði ört og endaði í tölunni 30. Maður hugsaði til þeirra sem um sárt áttu að binda eftir þessar hörmulgu slys. Nú eru liðnir 2 mánuðir af þessu ári og blessunarlega hefur enginn látist enn, en þó er alltaf viss kvíði þegar við komum að skiltinu. Við heyrum daglega fréttir af slysum og oft hefur farið betur en áhorfðist. Daglega verður maður vitni að ógætilegum akstri. Hraðakstur er algengur, hættulegur framúrakstur sömu leiðis, bílstjórar uppteknir af samtölum í síma og fleira. Ég vona að ekki þurfi að breyta áletruninni á skiltinu í bráð.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 23:33
Skýjaengill yfir Reykjavík
Þessi fallega skýjamynd var tekin um kl 19, 28 febrúar. Það er oft mjög fallegt að líta til himins og njóta þeirrar fegurðar sem þar er. Úr skýjunum má oft lesa margs konar myndir, og þegar sólarljósið kemur þar til viðbótar verður gjarnan mikil litadýrð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007 | 11:30
Atkvæðið ræður
Þegar tekin er afstaða í kosningum er yfirleitt horft til þess sem frambjóðendur segja, skrifa og jafnvel hugsa. Þarna vantar einn stóran þátt, en hann er hvernig þeir kjósa þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir. Atkvæðin ráða öllu þegar ákvarðanir eru teknar. Kjósendur verða einnig að vera með á hreinu um hvað er kosið. Það er ekki einhlýtt.
Í Hafnarfirði á að greiða atkvæði um stækkun álversins í Straumsvík. Tillagan sem kjósa á um er sett í torræðan búning deiliskipulags. Hún er jafnvel þannig að pólitískir forystumenn í Hafnarfirði eru ekki með þetta á hreinu. Í morgunútvarpinu á fimmtudaginn voru viðtöl við nokkra forystumenn Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi. Þeirra á meðal var Tryggvi Harðarson. Hans svar við því hvernig hann ætlar að verja atkvæði sínu er mjög Samfylkingarlegt. Hann sagðist vera á móti stækkun álversins núna, en hann vildi ekki útiloka þann möguleika í framtíðinni og því ætlar hann að segja já við deiliskipulagstillögunni. Það er greinilegt að hann veit ekki um hvað málið snýst í þessari kosningu. Fyrst hann veit það ekki, má þá reikna með að annað fólk sé með á hreinu um hvað kosningin snýst?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2007 | 22:36
Viljum við fórna Urriðafossi?
Viljum við fórna Urriðafossi fyrir ál. Um það snýst meðal annars umræðan um stækkun álversins í Straumsvík. Þetta er fallegur vatnsmikill foss neðarlega í Þjórsá, sem sumir telja aðeins í megawöttum. Grundvallarspurning í þjóðfélaginu í dag er, hvernig eigum við að meta náttúruna. Er fegurð hennar einhvers virði eða eigum við að láta nýtingarsjónarmiðin ráða för? Eigum við njóta þess sem við sjáum, finna ilminn, og hlutsta á raddir náttúrunnar, fossnið og fuglasöng. Eða eigum við að sjá fegurðina í mannvirkjum eins og virkjunum, miðlunarlónum, flottum rafmagnsmöstrum og stórum álbræðslum.
Því miður höfum við farið offari í nýtingu okkar fagra lands. Um það eru fjölmörg dæmi. Ætlar okkar kynslóð að ganga endanlega frá öllum náttúruauðæfum landsins, eða eigum við ekki heldur að staldra við og hugsum okkar gang?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2007 | 20:10
Tækifæri RÚV ohf. leiðari Morgunblaðsins 25. janúar
Ég vil vekja athygli á leiðara Morgunblaðsins, fimmtudaginn 25. febrúar. Leiðarinn nefnist Tækifæri RÚV ohf. Leiðarahöfundur má varla vatni halda yfir fögnuði með þetta frumvarp og telur meginkosti þess að nú geti Páll Magnússon og hans samstarfsmenn endurskipulagt fyrirtækið. Þeir geti ráðið og rekið fólk að vild eða fært til í starfi. Leiðarinn skiptir sem sagt starfsfólki RÚV í tvo hópa annars vegar samstarfsmenn Páls og hina sem hægt er að losa sig við eða færa til. Leiðarinn gerir einnig mikið úr því að hve dauð og gamaldags stofnun RÚV er, en nú verði það rekið eins og fyrirtæki og það losni um þá miklu dynamik fyrir rekstur þess. Nú verði starfsfólkið ekki lengur ofverndað, en réttindi og starfsumhverfi fært til samræmist þess sem gerist hjá öðrum fyrirtækjum. Það óneitanlega hrollvekjandi að sjá blað eins og Morgunblaðið fagna skerðingu á réttindum starfsfólks RÚV. Er ohf.- væðingin fyrst og fremst til þess?
Leiðarahöfundurinn gerir einnig mikið úr því hve vel heppnuð hlutafjárvæðing annarra ríkisfyrirtækja hefur reynst.
Það er greinilegt að leiðarahöfundurinn var ekki í biðröðinni með jólapóstinn þar sem fólk úthúðaði starfsfólki Póstsins fyrir þjónustuna og féllu þar miður falleg orð, sem ekki er hafandi eftir. Starfsfólkið reyndi sitt besta, en var því miður alltof fátt og í mjög þröngri vinnuaðstöðu, sem er til skammar fyrir þessa þjónustu.
Ekki hefur leiðarahöfundurinn frétt af þjónustu Símans þar sem fólk hefur orðið að bíða dögum og jafnvel vikum saman eftir einföldum viðgerðum, sem áður tók dagpart að kippa í lag. Þjónusta Símans hefur fjarlægst fólkið því mörgum þjónustustöðvum hans út um land hefur verið lokað. Nú hafa gróðasjónarmið komið í stað þjónustusjónarmiða í rekstri þessa fyrirtækis.
Ekki hefur leiðarahöfundurinn heldur frétt af sífellt versnandi þjónustu fyrrverandi ríkisbanka út um land þar sem útibú hafa verið lögð niður, útlánaheimildir útibússtjóra verið takmarkaðar, þjónustugjöld hækkuð (ég hef frétt af að lánastofnanir eru farnar að taka allt að 5% lántökugjald og jafnvel 5% uppgreiðslugjald) og fleira í þeim dúr. Á sama tíma eru þessi fyrirtæki í bullandi útrás og græða vel.En aftur að leiðaranum og RÚV. Í lokin segir höfundur hans að nú geti RÚV hætt samkeppni og einbeitt sér að innlendri dagskrárgerð, textun fyrir heyrnardaufa, vandaðri fréttamennsku og menningarumfjöllun. Þetta láti einkastöðvarnar hjá líða.
Í þessari umræðu gleymist algerlega að RÚV er eina stöðin (rásir 1 og 2 ásamt sjónvarpinu) sem hefur lagt metnað sinn í að ná til allra landsmanna. Líka þeirra sem búa í afdölum, en þeir njóta aftur á móti engrar athygli einkastöðvanna. Þar er engin samkeppni um athygli. Kannske hefur þetta fólk líka gaman af bíómyndum, popptónlist, íþróttum eða sápuóperum í bland við vandaðar fréttir og menningaþætti. Hugum að því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 22:36
Fljótasigling í Austari Jökulsá í Skagafirði
Fljótasiglingar á kolmórauðum jökulsám Skagafjarðar eru vinsælt sport. Þar er farið um í ólgandi jökulvatni niður stórfengleg gljúfur. Þó er komið við á leiðinni og drukkið heitt kakó og meðlæti. Þetta er sannarlega kærkomin viðbót í atvinnulíf Skagafjarðar.
Ein mesta hætta sem stafar að þessum ám eru virkjanir. Nú eru uppi áform um tvær virkjanir í þessari á, er önnur kennd við Villinganes og hin við Skatastaði. Báðar þessar virkjanir munu eyðileggja alla möguleika á fljótasiglingum því lón Villinganesvirkjunar mun fylla gljúfrin að hluta, en Skatastaðavirkjun gerir ómögulegt fyrir fljótasiglingafólk að komast með báta og annan búnað að ánni. Nú hafa verið stofnuð samtök til verndunar jökulsánna og vísa ég hér með á vefsíðuna jokulsar.org
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2007 | 21:49
Sótsvartar hvalveiðar
Bloggar | Breytt 16.1.2007 kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)