Gróðurinn grætur

HPIM2556

Það er ekki að undra að gróðurinn við Kringilsárrana grætur örlög sín. Myndin var tekin í lok ágúst síðast liðið sumar. Örfáum vikum síðar var tappinn settur í Kárahnjúkastífluna og gruggugt vatnið lagðist yfir gróðurinn.

Það sem nú er að gerast fyrir ofan Kárahnúka er saga sem er mjög samofin sambýlissögu lands og þjóðar. Allt frá upphafi Íslandsbyggðar hafa athafnir mannsins gengið mjög á gróður landsins. Landsmenn hjuggu trjágróðurinn til bygginga og til orkuvinnslu (eldiviðar). Sumt var notað til viðarkolagerðar sem voru nauðsynleg til að vinna járn úr mýrarrauða. Þegar trjágróðurinn var uppurinn var leiðin greið fyrir roföfl sem hafa eytt gróðri miskunnarlaust. Ekki má gleyma þætti beitar í þessu sambandi. Fyrir nokkrum árum var þetta kallað "hernaðurinn gegn landinu", skuldinni skellt á bændur sem voru kallaðir ýmsum ljótum nöfnum.

Nú er hernaður gegn gróðri landsins fyrst og fremst falinn í eyðingu gróðurlenda, með orkuvinnslu að markmiði. Já við eigum kanske ekki að hallmæla forfeðrum okkar heldur líta okkur nær.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband