Sótsvartar hvalveiðar

2007-01-15-2137-33

Síðustu daga hafa loftlagsbreytingar af mannavöldum verið mjög til umræðu víða um heim sérstaklega eftir útgáfu Stern skýrslunnar svokölluðu. Í ljósi þessa er athyglisvert að sjá í Morgunblaðinu sunnudaginn 5. nóvember 2006 á bls. 55 mynd sem getur kallast táknræn fyrir stefnu íslenskra stjórnvalda í loftlagsmálum. Myndin er skýr og einföld túlkun þessarar stefnu. Myndin sýnir Hval 9 við bryggju í Hvalfirði spúandi svörtum reyk upp í veðurblíðuna. Þessi gamli gufudallur brennir um 30 tonnum af olíu á sólarhring til að knýja gufuvélar sínar. Hver langreyður gefur af sér um 15 - 18 tonn af kjöti og öðrum afurðum. Hver veiðiferð í haust hefur varað í um það bil tvo sólarhringa, svo gera má ráð fyrir að til að koma einum hval til hafnar hafi dallurinn þurft að brenna um 60 tonnum af olíu. Já um 60 tonn af olíu til að sækja um 15 tonn af hvalkjöti. Nú má gera ráð fyrir út frá einföldum brunaformúlum kolvatnsefna (C-H sambanda) að við bruna eins kg af olíu myndist um 3 kg af koldíoxíði. Það þýðir að fyrir hvert kg af langreyðarkjöti hafi Hvalur 9 losað um 12 kg af koldíoxíði út í andrúmsloftið.Þessar veiðar eru kallaðar sjálfbærar. Það kann að vera að hvalastofnarnir við Ísland þoli einhverja veiði, en frá orkusjónarmiði geta þær aldrei talist umhverfisvænar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband