Fljótasigling í Austari Jökulsá í Skagafirði

 

Fljótasiglingar á kolmórauðum jökulsám Skagafjarðar eru vinsælt sport. Þar er farið um í ólgandi jökulvatni niður stórfengleg gljúfur. Þó er komið við á leiðinni og drukkið heitt kakó og meðlæti. Þetta er sannarlega kærkomin viðbót í atvinnulíf Skagafjarðar.

Ein mesta hætta sem stafar að þessum ám eru virkjanir. Nú eru uppi áform um tvær virkjanir í þessari á, er önnur kennd við Villinganes og hin við Skatastaði. Báðar þessar virkjanir munu eyðileggja alla möguleika á fljótasiglingum því lón Villinganesvirkjunar mun fylla gljúfrin að hluta, en Skatastaðavirkjun gerir ómögulegt fyrir fljótasiglingafólk að komast með báta og annan búnað að ánni. Nú hafa verið stofnuð samtök til verndunar jökulsánna og vísa ég hér með á vefsíðuna jokulsar.org

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband