Virðum leikreglur

KringilsáOrsakir núverandi stöðu í þjóðarbúi okkar eru eflaust margar. Stuttlega má segja að frarið var fram með milku kappi en lítilli forsjá. Aðvaranir voru hundsaðar, en dansinn kring um gullkálfinn varð viltari uns hann var brotinn niður með næsta auðveldum hætti.

Það helsta sem brást var skortur á leikreglum og sterku eftirliti með fjármálamarkaðnum. Það hefur m.a. Helgi Áss Grétarsson rakið í fjölmiðlum. Slíkrar leikreglur hefði átt að setja strax fyrir 6 árum þegar bankarnir voru einkavæddir og útrásin fór af stað fyrir alvöru. Nú er útrás nauðsynleg öllum þjóðum, en því miður með atgangi síðustu ára hefur þetta orð fengið hrollkalda merkingu. Það er alvarleg mistök ríkisstjórna sem setið hafa síðan ævintýrið byrjaði að hafa ekki hugsað fyrir setningu reglna og styrkt eftirlitsstarfsemi með útrásinni. Það mátti öllum vera ljóst að daglegar fréttir af kaupum og sölum íslenskar útrásarfyrirtækja á margs konar erlendum fyrirtækjum væri ekki á eins traustum grunni og margir héldu. Furðulegust voru krosseignatengslin, sem enginn reyndi að koma böndum á.

Það skýtur því skökku við að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og fleira málsmetandi fólk í þjóðfélaginu m.a. á Norð-austurlandi, þrýsta nú hart á stjórnvöld að lina kröfur um umhverfismat til að flýta fyrir virkjunum og álversframkvæmdum. Þetta er sérstaklega rangt vegna þess að einmitt nú þarf að skerpa siðferðisþrek þjóðarinnar til að unnt sé að endurbyggja traust og virðingu. Því skal haldið til haga að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem fyrst og fremst svaf á verðinum gagnvart fjármálabröskurum, hvers vegna ætti honum að vera treystandi fyrir auðlindum landsins.

Það að ætla að byggja hér fleiri álver þýðir að Ísland verður með mestu umhverfissóðum í heimi. Líklega erum við nú þegar sú þjóð sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið miðað við fólksfjölda. Reikna má með að ýmsar þjóðir sem nú þegar berjast við afleiðingar loftlagsbreytinganna hugsi frekar kalt til okkar vegna þessarar stefnu. Þeirra vandi er mun geigvænlegri en peningavandræði okkar Íslendinga.

Með hruni peningakerfisins hljótum við að skoða hve tæpt er að treysta á einhverja eina atvinnugrein. Álframleiðslan er nú orðin einn helsti útflutningur frá Íslandi. Álverð hefur lækkað um þriðjung á síðustu mánuðum, svo tekjur af því fara lækkandi. Þau fyrirtæki sem virðast standa sig best nú eru matvælafyrirtækin og tæknifyrirtæki eins og Össur og Marel. Við hljótum í framtíðinni að leita á slík mið við uppbyggingu til framtíðar. 

Og við hljótum að verða bæta ábyrgð okkar með betra regluverki og eftirlitskerfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Okkur mistókst að hlýja okkur með því að pissa í vinstri skóinn, því viljum við reyna aðra aðferð þ.e. pissa í þann hægri.

Lesist: Okkur mistókst að byggja efnahaginn á því að hafa lélegt regluverk í kringum fjármálakerfin, því viljum við reyna að byggja efnahaginn á því að hafa lélegt regluverk í kringum stóriðju og virkjanaframkvæmdir.

Seint ætlum við að læra af mistökunum...............

Kristjana Bjarnadóttir, 18.10.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband